Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum.

Innlent
Fréttamynd

Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu

Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. 

Lífið
Fréttamynd

Hætturnar við að stöðva alþjóðavæðingu

Ástæða þessarar greinar er aukning þjóðernispopúlisma og þau slæmu áhrif sem hann hefur á alþjóðavæðinguna út um allan heim. Ég held að mjög margir átti sig hreinilega ekki á því hversu gífurleg áhrif það myndi hafa á líf þeirra ef alþjóðavæðingin myndi stöðvast.

Skoðun
Fréttamynd

Býr í tjaldi í hraun­gjótu

Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 

Innlent
Fréttamynd

Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni

Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Lögin eru að virka sem skyldi“

Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 

Innlent
Fréttamynd

Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina

Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna

Inn­viða­ráð­herra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vest­fjörðum. Þó sé gert ráð fyrir tölu­verðri upp­byggingu í lands­hlutanum í nú­verandi sam­göngu­á­ætlun. Mikla upp­byggingu á Suður­landi í saman­burði við aðra lands­hluta líkt og Vestur­land megi skýra með því að fjár­magni hafi verið for­gangs­raðað eftir um­ferðar­þunga.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun Svan­dísar ekki haft já­kvæð á­hrif á sam­starfið

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut.

Innlent
Fréttamynd

Frelsi og um­burðar­lyndi

Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræðis­legur ó­mögu­leiki

Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Stolt út um allt!

Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stungan að í­búðum VR í Úlfarsár­dal

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun

Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf.

Innlent
Fréttamynd

Til varnar gildum

Í pistli sínum skrifar Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið þann 9. ágúst að koma þurfi kristnum gildum til varnar. Nákvæmlega hvaða gildi það eru lætur Óli Björn ósagt en tekur dæmi um áform til þess að banna trúboð í grunnskólum og „gerbylta stjórnarskrá” með því að vitna í Kristrúnu Heimisdóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent