Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Það á að vera gott að eldast á Íslandi

Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um 300 milljóna lífs­björg

Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag

Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis.

Innlent
Fréttamynd

Hvað varð um lágvaxtaskeiðið?

Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins

Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til.

Innlent
Fréttamynd

Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni

Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag.

Innlent
Fréttamynd

Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á lögum um há­marks­aldurs heil­brigðis­starfs­manna komnar í sam­ráðs­gátt

Frumvarp að lögum varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt og gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi 1. janúar 2024, þ.e. eftir rúmt ár.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þætting þjónustu við eldra fólk

Á síðasta kjörtímabili var mikil vinna lögð í breytingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Útkoman úr þeirri vinnu voru farsældarlögin svokölluðu og innleiðing á þeim er farin á stað og lofar góðu. Samstarf um aukna þjónustu í þágu farsældar barna er framtíðarstef í velferð barna til að vaxa sem fullgildir einstaklingar í íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Jóla­kveðja mat­væla­ráð­herra

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda).

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mál­a­ráð­herr­a hafð­i ekki „nokkr­a á­stæð­u“ til að í­hug­a hæfi sitt

Ríkisendurskoðandi sagði að hann hafi ekki komið auga á atvik þar sem fjármálaráðherra hafi haft „nokkra ástæðu“ til að velta fyrir sér hæfi sínu við sölu á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hafi ekki fengið slíkar upplýsingar á borð til sín. Hefði Ríkisendurskoðun orðið þess áskynja í framkvæmdinni hefði verið vakin athygli á því í skýrslu um söluna. „Það skýrir hvers vegna við fórum ekki dýpra ofan í þá sálma [í skýrslunni],“ sagði ríkisendurskoðandi.

Innherji
Fréttamynd

Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur

Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 

Innlent
Fréttamynd

„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Skýr skref í þágu lög­gæslunnar

Við höfum öll orðin vör við aukna hörku og breyttar aðstæður í glæpastarfsemi á Íslandi. Síðustu vikur hafa fregnir af hrottalegum árásum og auknum umsvifum glæpasamtaka verið daglegt brauð. Lögreglan gerir allt sem hún getur með þann mannafla og þá tækni sem hún hefur í höndum sér, en þó sjáum við íbúa óttaslegna við þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Af­reks­stefnu­leysi stjórn­valda

Vorið 2021 samþykkti Alþingi tillögu mína um að mótuð yrði stefna fyrir afreksfólk í íþróttum, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins. Sömuleiðis átti að tryggja fjárhagslegan stuðning við afreksfólk. Þessa stefnu átti ráðherra að leggja fram á þingi eigi síðar en 1. júní í ár.

Skoðun
Fréttamynd

Hversu mikils virði er það?

Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Á samráð heima í stjórnmálum?

Við Íslendingar erum stolt af því að vera lýðræðisþjóð. Á fjögurra ára fresti kjósum við fulltrúa til þess að stjórna landinu og setja okkur lög. Margir spyrja sig hins vegar hvort fólk sem býr við fulltrúalýðræði geti í raun og veru ráðið einhverju um þær ákvarðanir sem teknar eru í umboði þess. Er í raun eitthvað hlustað á skoðanir fólks, nema kannski bara í aðdraganda kosninga og þá bara til þess að fá viðkomandi til þess að kjósa miðað við loforð sem strax eftir kosningar eru svikin?

Skoðun