Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sam­félag án Pírata

Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.?

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í for­ystu fyrir meira og hag­kvæmara hús­næði

Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­orka til garðyrkju­bænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst?

Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar Skaga­menn glöddu lítið hjarta

Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði.

Skoðun
Fréttamynd

Betra veður fyrir íþrótta­krakkana okkar!

Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vondar hug­myndir í verð­bólgu

Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálg­ast hug­mynda­fræði Sjálf­stæðis­flokks­ins um stækk­un kök­unn­ar án skattahækkana sem ein­hvers kon­ar flökku­sögu, þrátt fyrir þá ótrú­legu lífs­kjara­sókn sem hef­ur átt sér stað á Íslandi und­an­far­inn ára­tug.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf ég að flytja úr landi?

Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu.

Skoðun
Fréttamynd

Á bak við aug­lýsingarnar um Dag en skráður í Sam­fylkinguna

Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum.

Innlent
Fréttamynd

11 á­stæður fyrir því að kjósa Pírata

1. Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­skilin mann­úð í hælisleitendamálum

Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­bjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu

Frambjóðendur ýmissa flokka stóðu fyrir kosningaveislu eða gleðskap í gærkvöldi í tilefni þess að vika er til alþingiskosninga. Ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir Project XD í Valhöll, Samfylkingin hélt fögnuð fyrir ungt jafnaðarfólk á skemmtistaðnum Hax á meðan Framsókn var í stuði á Bankastræti 5.

Lífið
Fréttamynd

Biskup fagnar hækkun sóknargjalda

Biskup Íslands fagnar því að Alþingi hafa samþykkt hækkun á sóknargjöldum til kirkna landsins annars hefði þurft að koma til uppsagna starfsfólks í kirkjum eins og á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Erum við ekki betri en Talibanar?

Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju ég styð Sam­fylkinguna – og Hannes Sigur­björn Jóns­son

Þegar ég hugsa um hvað gerir samfélag sterkt og öflugt, þá horfi ég ekki bara á leiðtogana sjálfa, heldur hvernig þeir nálgast hlutverk sitt. Góðir leiðtogar – eða í þessu tilfelli, góðir þingmenn – eiga ekki að einblína á eigin völd eða áhrif. Þeir eiga að spyrja: „Hvernig get ég gert lífið betra fyrir fólkið sem ég vinn fyrir?“ Þetta er hugmyndafræði sem ég hef mikinn áhuga á – að þingmennska snúist fyrst og fremst um að hlusta, styðja og hjálpa samfélaginu að ná árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með ungu fólki og fjöl­skyldum

Ójöfnuður milli kynslóða fer vaxandi á Íslandi og hagvöxtur undanfarinna ára hefur dreifst ójafnt milli aldurshópa. Kaupmáttur meðaltals ráðstöfunartekna hjá fólki á aldrinum 30-39 ára er sá sami í dag og hann var fyrir 20 árum meðan kaupmáttur hefur aukist umtalsvert hjá öðrum aldurshópum.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu ó­breyttu

Vinstrið mun bera sigur úr býtum í komandi kosningum, að mati fráfarandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að Samfylkingin og Viðreisn muni mynda ríkisstjórn að öllu óbreyttu. Þjóðin þurfi að ákveða hvað hún vilji.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar vímu­efna­vandinn?

Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana.

Skoðun
Fréttamynd

Kvik­mynda­gerð á Ís­landi: Næstu skref

Kvikmyndagerð á Íslandi hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Markviss skref hafa verið stigin til þess að styrkja umgjörð greinarinnar á grundvelli Kvikmyndastefnu til ársins 2030.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin?

Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum.

Sport
Fréttamynd

Sigurður Ingi og óverðtryggingin

Framsóknarflokkurinn boðar í kosningastefnuskrá „óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma“ til að „auka fyrirsjáanleika“. „Markmiðið er að íslensk heimili geti tekið slík lán á hagstæðum kjörum, sem veitir þeim meiri fyrirsjáanleika“ segir Sigríður gervigreind flokksins. Eins á þetta að auka stöðugleika. Sama boðar Flokkur fólksins. Allt er það óútfært og allt og sumt. Hókus pókus.

Skoðun
Fréttamynd

Varnar­veggur gegn von­brigðum

Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað eru konur í fram­boði að hlusta á?

Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða.

Lífið
Fréttamynd

Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt!

Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Við­reisn stærst sam­kvæmt nýrri kosninga­spá en mjótt á munum

Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing.

Innlent