Meira bíó! Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Skoðun 31. mars 2022 12:00
Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. Innlent 31. mars 2022 11:59
Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. Skoðun 31. mars 2022 11:24
Guðmundur Andri verður aðstoðarmaður Loga Guðmundur Andri Thorsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Klinkið 31. mars 2022 10:01
Tekur við starfi samskiptastjóra BSRB Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin nýr samskiptastjóri BSRB og mun hún hefja þar störf um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 31. mars 2022 09:22
Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Nú styttist óðfluga í sveitarstjórnarkosningar og Vísir stendur sem fyrr fyrir Oddvitaáskoruninni. Oddvitar um allt land eiga þess kost að kynna sig fyrir landsmönnum áður en gengið verður til kosninga þann 14. maí. Lífið 31. mars 2022 09:00
Má hugmyndafræði borgarstjórnar kosta hvað sem er? Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, Skoðun 31. mars 2022 08:00
Snemmtækur stuðningur í þágu velferðar barna og samfélagslegrar hagsældar Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Skoðun 31. mars 2022 07:31
Í hverja var hringt? Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna. Skoðun 31. mars 2022 07:00
Framsókn kynnir framboðslista í Grindavík Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt tillögu uppstillingarnefndar að lista flokksins til sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Ásrún Helga Kristinsdóttir kennari vermir fyrsta sæti listans og í öðru sæti er Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri. Innlent 30. mars 2022 23:02
Stjórnvöld ráðast í úttekt á aðstæðum barna innan trúarhópa Barnamálaráðherra segir að tilvonandi úttekt stjórnvalda á aðstæðum barna í trúarhópum mikilvægt skref. Varaþingmaðurinn sem átti frumkvæði að gerð skýrslunnar segir það hafa komið á óvart hversu lítið þessi mál hafi verið rannsökuð hér. Skoðað verður hvort það þurfti sérstakt eftirlit með æskulýðsstarfi í trúfélögum. Innlent 30. mars 2022 19:00
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir framboðslista í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur birt framboðslista flokksins til komandi sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir leiðir listann og í öðru sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Innlent 30. mars 2022 18:56
Stefna á tvö þúsund nýjar íbúðir á ári í Reykjavík „Því stefnir í að allt að 2.000 íbúðir verði byggðar árlega á næstu árum í Reykjavík einni,“ segir í nýrri tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgin hyggist hraða uppbyggingu og muni úthluta lóðum fyrir um þúsund íbúðir á ári. Þá hyggist einkaaðilar byggja annað eins árlega. Innlent 30. mars 2022 18:06
„Hlutlaust ríkisútvarp er bara rangt, rangt frá a til ö“ Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins tók þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um umhverfi fjölmiðla og fengu íslenskir fjölmiðlar falleinkunn hjá þingmanninum og þá sér í lagi RÚV. Eyjólfur talar af biturri reynslu sem formaður Orkunnar okkar og lýsti henni fyrir þingheimi. Innlent 30. mars 2022 17:42
Lilja boðar breytingu á skattaumhverfi frjálsra fjölmiðla Sérstök umræða um stöðu fjölmiðla fór fram á þinginu fyrr í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar var málshefjandi. Flestir sammála um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og kölluðu eftir heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Ráðherra boðar skattaaðgerðir en vill ekki stofna „enn eina nefndina” til að greina stöðuna. Innherji 30. mars 2022 17:09
Andrés Ingi biður stjórnarliða að hætta að ljúga uppá sig Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn á þinginu nú síðdegis og kvartaði hástöfum undan málflutningi stjórnarliða sem hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf. Innlent 30. mars 2022 16:13
Verndum Hraun vestan Straumsvíkur Ég legg til að Hafnarfjarðarbær láti friðlýsa Hraun í Almenningi vestan og sunnan Straumsvíkur. Bærinn getur ekki gert það einn heldur í samvinnu við Umhverfisstofnun, landeigendur og mögulega sveitarfélaginu Vogum ef áhugi er fyrir hendi þar á bæ. Skoðun 30. mars 2022 14:30
Óli Björn storkar stjórnarandstöðunni Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins nýr stjórnarandstöðunni því um nasir í grein í Morgunblaðinu í morgun að hún stundi málþóf og því sé þingið í hægagangi. Innlent 30. mars 2022 14:22
Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. Innlent 30. mars 2022 13:01
Hafa náð samningum um smíði nýs rannsóknarskips Samningar hafa náðst milli íslenskra stjórnvalda og spænskrar skipasmíðastöðvar um smíði nýs rannsóknarskips Hafrannsóknarstofnunar sem ætlað er að taka við hlutverki skipsins Bjarna Sæmundssonar. Innlent 30. mars 2022 12:57
Ný fjármálaáætlun kemur á næsta ári Mennta- og barnamálaráðherra stendur við væntingar sínar um að nýr þjóðarleikvangur verði tekinn í notkun á kjörtímabilinu þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni í fjármálaáætlun. Hann segir verkefnið á réttri leið og að framkvæmdir og möguleg tímalína eigi að skýrast betur í skýrslu sem verður lögð fyrir ríkisstjórn á næstu dögum. Innlent 30. mars 2022 12:28
Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu. Skoðun 30. mars 2022 10:30
Lágt útsvar hækkar ráðstöfunartekjur heimilanna Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Skoðun 30. mars 2022 08:31
Bless skaflar - halló vistvænni samgöngur Það er lítill söknuður að löngu gránuðum snjósköflunum og flughálum stéttunum. Auðar stéttir og elsku sólin eru ánægjuleg sjón eftir þungan vetur. Börn á leið í skólann, foreldrar með barnavagna, eldri borgarar í heilsubótargöngu og öll hin sem ganga, taka almenningssamgöngur eða hjóla geta nú gert það að vild. Skoðun 30. mars 2022 08:01
Þjóðarleikvangar og brostin loforð ríkisstjórnarinnar Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Skoðun 30. mars 2022 07:30
Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. Innlent 29. mars 2022 22:11
Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Innlent 29. mars 2022 21:07
Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. Viðskipti innlent 29. mars 2022 19:30
Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. Innlent 29. mars 2022 19:20
Flokkur fólksins svarar engu um stjórnarsetu sonar Ingu Sælands Flokkur fólksins hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Innherja sem snúa að þeirri ákvörðun flokksins að tilnefna son formannsins í stjórn Íslandspósts. Baldvin Örn Ólason, sonur Ingu Sælands og starfsmaður flokksins, kom á dögunum nýr inn í stjórn ríkisfyrirtækisins en engar upplýsingar er að finna um fyrri störf hans eða menntun. Klinkið 29. mars 2022 17:15