Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 19:01 Svandís Svavarsdóttir leggur til að veiðigjöld verði hækkuð, því mótmælir Heiðrún Lind Marteinsdóttir talsmaður SFS. Örvar Marteinsson talsmaður smærri sjávarútvegsfyrirtækja er ósáttur í heild við tillögur ráðherrans. Vísir Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar. Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar.
Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira