Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands og ekki verður eðilsbreyting á sambandi Íslands og NATO. Þá verður ráðist í að styrkja innviði hér á landi sem styðja við öryggi og varnir landsins og er markmiðið að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. Innlent 25. júní 2025 07:03
Öryggi og varnir Íslands Við Íslendingar höfum búið við öryggi og frið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Samfélagið okkar er meðal þeirra öruggustu og friðsælustu í heimi og hér ríkir traust og samheldni sem gerir Ísland að frábæru landi og fyllir okkur stolti. Skoðun 25. júní 2025 07:01
Ræddu veiðigjöldin til að ganga hálf fjögur Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru breytingar á veiðigjöldum eina umræðuefnið. Innlent 25. júní 2025 06:35
Tillögur um skattalækkanir felldar: Segir ótrúlegt að hlusta á rök „Skattfylkingarinnar“ Tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni um að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda voru báðar felldar á fundi borgarstjórnar í dag. Nokkuð fjörugar umræður urðu um tillögurnar og Framsókn var sökuð um að leggjast á sveif með Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda næstu kosninga. Innlent 24. júní 2025 19:34
Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. Innlent 24. júní 2025 15:48
Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. Innlent 24. júní 2025 14:41
Hvar er fyrirsjáanleikinn, forsætisráðherra? Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Skoðun 24. júní 2025 13:31
„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. Erlent 24. júní 2025 13:02
Frumvarp til ólaga Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp Ingu Sæland til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, nánar tiltekið á þeim hluta laganna sem kveður á um takmörkun á hunda- og kattahaldi. Skoðun 24. júní 2025 12:33
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. Innlent 24. júní 2025 11:43
Að fylgja eftir sannfæringu sinni og tilvistarkreppa Framsóknar í borginni Yfirtökutilboð forstjóra og stjórnarformanns Play er jákvætt skref fyrir íslenskan markað, en yfirtökutilboð hafa færst í aukana á markaðnum eftir áralanga pásu eftir fjármálahrunið. Nægir þar að nefna yfirtökutilboð i Skeljung (núna SKEL) og Eik (í tvígang), auk yfirtöku og afskráningu Origo. Innherji 24. júní 2025 09:11
Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. Innlent 24. júní 2025 08:34
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fann málbeinið sitt Fáir flokkar hafa nýtt málþóf jafn kerfisbundið á síðastliðnum árum og Píratar, sem álitu málþóf nær því að vera listform frekar en stjórnmál, nema kannski nú nýverið Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Skoðun 24. júní 2025 08:00
42 prósent fanga erlendir ríkisborgarar Erlendum ríkisborgurum sem afplána í fangelsum landsins hefur fjölgað á síðustu árum en á síðasta ári var hlutfallið 42 prósent. Árið 2019 var hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins 21 prósent og árið 2014 var hlutfallið 14 prósent. Innlent 24. júní 2025 07:36
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. Innlent 24. júní 2025 06:44
Ábyrgð og ábyrgðarleysi Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði. Þar var ekki bara ráðist að stjórnarandstöðunni, heldur var sú árás reist á rangfærslum, útúrsnúningum og tilraun til að stimpla lögmæt sjónarmið minnihlutans sem falsfréttir. Skoðun 24. júní 2025 06:30
Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. Innlent 24. júní 2025 00:29
Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. Innlent 23. júní 2025 22:26
Ísland muni ekki verja fimm prósentum til varnarmála Utanríkisráðherra segir fullan skilning á því innan Atlantshafsbandalagsins að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem okkur er gert að fjárfesta í. Innlent 23. júní 2025 22:02
„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. Innlent 23. júní 2025 20:59
Leita fulltingis forseta til að fá upplýsingar um veiðigjöld Þingmenn stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum við upphaf þingfundar í dag, til þess að freista þess að fá forseta þingsins til að aðstoða þá við að kría nákvæmari upplýsingar um veiðigjaldafrumvarpið út úr ríkisstjórninni. Innlent 23. júní 2025 16:24
Fimm staðreyndir fyrir Gunnþór Ingvason Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Skoðun 23. júní 2025 16:00
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. Innlent 23. júní 2025 13:41
Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga. Innlent 23. júní 2025 12:46
Átak til að stytta biðlista barna eftir sérfræðiaðstoð Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Skoðun 23. júní 2025 12:31
Flaug í einkaflugi með Støre Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. Innlent 23. júní 2025 11:42
Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana. Innlent 23. júní 2025 08:07
Réttlæti fyrir þjóðina, framfarir fyrir landsbyggðina Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Skoðun 23. júní 2025 08:00
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. Innlent 22. júní 2025 20:24
Lakasta þátttakan meðal kynsegin fólks 80,2 prósent einstaklinga á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu Alþingiskosningum eða rúmlega 215 þúsund manns. Lakasta þátttaka var meðal kynsegin fólks en tæp sjötíu prósent greiddu atkvæði. Innlent 21. júní 2025 14:42