Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Guðjón Skúlason hefur engu gleymt

    Gamla kempan Guðjón Skúlason sýndi og sannaði í dag að hann hefur engu gleymt þegar kemur að langskotunum. Guðjón sigraði með yfirburðum í þriggja stiga skotkeppninni í Stjörnuleiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnuliðin opinberuð

    Úrvalslið Iceland Express sem munu mæta landsliðum karla og kvenna í Stjörnuleikjum KKÍ 2008 á Ásvöllum á laugardag hafa verið valin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þjálfarinn leikur gegn liði sínu

    Það verður athyglisverð bikarviðureign í kvöld þegar Grindavík leikur á móti Grindavík B í innanbæjarslag. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, mun leika gegn lærisveinum sínum í leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vona að drengirnir finni neistann

    "Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bragi rekinn frá Stjörnunni

    Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR vann fimmta leikinn í röð

    Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld. ÍR vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Þór á heimavelli sínum 92-77.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Landsliðin klár fyrir stjörnuleikina

    Sigurður Ingimundarson og Ágúst Björgvinsson, þjálfarar karla- og kvennalandsliðanna í körfubolta, hafa valið liðin sem mæta úrvalsliðunum í stjörnuleikjum KKÍ sem fram fara á Ásvöllum 13. desember.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík heldur áfram að elta

    Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar halda áfram að fylgja toppliði KR en Grindavík vann Snæfell 93-81 á heimavelli sínum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrvalsdeildarliðin áfram í bikarnum

    Nokkrir leikir fóru fram í Subway bikarnum í körfubolta í kvöld. Úrvalsdeildarliðin Stjarnan, Tindastóll og Skallagrímur unnu sína leiki og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell-KR í beinni á netinu

    Sex leikir fara fram í 32-liða úrslitum Subway bikarsins í körfubolta í kvöld. Til stendur að leikur Snæfells og KR verði sýndur beint á KR-TV.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Greiddi ekki skatt af launum Bailey árið 2005

    Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla

    Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti

    Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svona er bara staðan á Njarðvík í dag

    "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48.

    Körfubolti