
Stórt kvöld í körfubolta og handbolta
Það er heldur betur nóg um að vera í íslenskum íþróttum í kvöld en fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild karla sem og í N1-deild karla.
Það er heldur betur nóg um að vera í íslenskum íþróttum í kvöld en fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild karla sem og í N1-deild karla.
Einn leikur fór fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þar sem Snæfell vann 96-86 sigur gegn ÍR í Hólminum en staðan var 48-42 heimamönnum í vil í hálfleik.
Þeir Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson fóru hamförum í liði KR þegar KR-ingar völtuðu yfir Hamar í Hveragerði.
Toppbaráttuliðin KR, Keflavík og Njarðvík verða öll í eldlínunni í kvöld í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Íslandsmeistarar KR heimsækja Hamar í Hveragerði en með í för er Morgan Lewis, nýi Kani Vesturbæinga og því spennandi að sjá hvernig hann mætir til leiks.
„Við vorum betri framan af en förum í einstaklingsframtök og eitthvað helvítis kjaftæði í lokin," sagði Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir tapið gegn Grindavík í kvöld.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var ánægður með sína menn sem náðu í bæði stigin gegn Stjörnunni í kvöld.
Grindvíkingar náðu í tvö stig til viðbótar úr greipum Stjörnumanna í Garðabænum í kvöld. Lokastaðan var 76-81 eftir jafnan leik.
Grindavík er komið í toppbaráttuna í Iceland Express-deild karla af fullum krafti með sigri á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld.
Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem hæst ber viðureign Stjörnunnar og Grindavíkur í Ásgarði í Garðabæ.
Ljósmyndarinn Daníel Rúnarsson var í Laugardalshöllinni í dag þegar Snæfellingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í annað skiptið á þremur árum með 92-81 sigri á Grindavík í úrslitaleiknum.
Hlynur Bæringsson lyfti bikarnum í annað skiptið á þremur árum eftir 92-81 sigur á Grindavík í úrslitaleik Subwaybikars karla í Laugardalshöllinni í dag. Hlynur var með 10 stig og 19 fráköst í leiknum.
„Við gerðum ekki það sem við lögðum upp með og þess vegna er þetta mjög svekkjandi. Maður getur aldrei verið sáttur með að tapa þegar frammistaðan er ekki betri en hún var í þessum leik," sagði Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson eftir 81-92 tap fyrir Snæfelli í úrslitaleik Subwaybikars karla í dag.
Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson segir að spenningurinn sé mikill fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Snæfelli í dag.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur í leikslok eftir þriðja bikarsilfrið á fjórum árum. Keflavík tapaði einnig bikarúrslitaleiknum 2007 og 2009 undir hans stjórn og þetta er eini titilinn sem hann á eftir að vinna með kvennaliðinu.
Snæfell er þremur stigum yfir á móti Grindavík, 44-41, í hálfleik á úrslitaleik karla í Subwaybikar karla í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefur haldist jafn allan hálfleikinn en Snæfell náði frumkvæðinu með því að skora þrettán stig í röð um miðjan annan leikhluta og komast með því í 36-30.
Snæfell tryggði sér sigur í Subwaybikar karla með ellefu stiga sigri á Grindavík, 92-81, í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. Snæfell var með frumkvæðið allan tímann eftir að liðið skoraði þrettán stig í röð í öðrum leikhluta.
Íslandsmeistarar KR hafa fundið eftirmann Semaj Inge því liðið er búið að semja við Morgan Lewis sem varð síðasta vetur meistari með Findlay-háskólanum í annari deild bandaríska háskólaboltans. Þetta kemur fram á heimsíðu KR.
Bandaríski bakvörðurinn Michael Jefferson er búinn að spila sinn síðasta leik með ÍR í Iceland Express deild karla og náði því aldrei að vinna leik í úrvalsdeildinni á Íslandi. Karfan.is segir frá því í dag að ÍR-ingar hafi sent Jefferson heim.
Einn leikur fór fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem Stjarnan vann 68-70 á Tindastóli en staðan var 31-35 gestunum í Stjörnunni í vil í hálfleik.
Körfuboltavefurinn Karfan.is hefur vakið athygli á frábærum tilþrifum Ólafs Ólafssonar í sigurleik á Breiðabliki í gærkvöldi. Ólafur átti þá eina flottustu troðslu tímabilsins þegar hann skilaði sóknafrákasti í körfunni að hætti þeirra bestu í NBA-deildinni.
Tveir leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem Grindavík bar sigurorð af Breiðablik 94-68 og Snæfell vann 116-133 stórsigur gegn FSu.
ÍR-ingurinn Michael Jefferson hefur ekki reynst ÍR-ingum eins mikill happafengur og menn vonuðust örugglega eftir þar á bæ. ÍR-liðið hefur tapað öllum sex deildarleikjum sínum síðan að hann kom til liðsins eftir að hafa unnið 5 af 11 leikjum sínum fyrir komu hans.
Mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik Tindastóls og Stjörnunnar í Iceland Express-deild karla í kvöld eftir að hafa ráðlagt sig við Lögregluna og Vegagerðina
Pavel Ermolinskij var með glæsilega þrennu í 80-75 sigri KR á Fjölni í Iceland Express deild karla í gærkvöldi og hefur þar með hækkað í sig fimm helstu tölfræðiþáttunum í hverjum leik sínum með KR.
„Við héldum einbeitingunni í dag ekki nema í þrjátíu og átta mínútur og það dugði ekki í dag. En við erum búnir að vera spila vel upp á síðkastið og það er jákvætt," sagði Arnþór Freyr Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, eftir sárt tap á móti KR í kvöld.
„Fjölnir mætti hingað í kvöld fullir af krafti, ungir og sprækir en þeir byrjuðu kannski að fagna aðeins of snemma. Ungu pungarnir verða átta sig á því að það verður að klára leikina en ekki byrja rífa kjaft áður en þetta er búið," sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, eftir baráttusigur, 80-75, gegn Fjölni í kvöld.
Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75.
Fjölnismenn hafa flogið hátt í Iceland Express-deild karla. Lagt Njarðvík, Grindavík og Snæfell af velli. Sigurganga þeirra var síðan stöðvuð í kvöld er þeir mættu Íslandsmeisturum KR vestur í bæ.
„Þetta var bara frábær leikur og algjörlega sigur liðsheildarinnar hjá okkur. Það voru allir að leggja sig fram og margir leikmenn að stíga upp á réttum tímapunktum í leiknum.
„Við vorum bara hræðilega lélegir. Leikurinn var spilaður mjög fast og fékk að fljóta þannig og við létum þá bara lemja okkur niður. Við vorum bara ekki tilbúnir að mæta baráttunni hjá þeim í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir 69-64 tap liðs síns gegn Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld en þetta var fyrsta tap Snæfells á árinu 2010.