Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus

    Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Næstu tveimur leikjum KR frestað

    Leik Breiðabliks og KR í Subway-deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna sóttkvíar og einangrunar leikmanna. Þá hefur fjórum öðrum leikjum verið frestað af sömu ástæðu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Áhorfendur geta búist við hörku leik eins og alltaf“

    Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur, var til tals í nýjustu útgáfu af hlaðvarpsþættinum Undir Körfunni. Þröstur útskýrir þar, meðal annars, ríginn á milli Keflavíkur og Njarðvíkur í körfuboltanum en liðin tvö munu leiða saman hesta sína í stórleik kvöldsins í Subway-deildinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR

    Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum.

    Körfubolti