Guðrún Ósk: Ætlum að njóta þess að leik til úrslita Guðrún Ósk Ámundadóttir segir leikmenn Hauka vel stemmda fyrir bikarúrslitaleiknum gegn Snæfelli í dag. Körfubolti 22. febrúar 2014 08:30
Þrír Grindvíkingar hafa verið með í öllum þremur töpunum Grindavíkurliðið hefur tapað þremur bikarúrslitaleikjum í Laugardalshöllinni á undanförnum fjórum árum og þrír leikmenn liðsins í dag hafa verið með í öllum þessum tapleikjum. Grindavík mætir ÍR í úrslitaleik Poweradebikars karla í körfubolta klukkan 16.00 í dag. Körfubolti 22. febrúar 2014 08:00
Guðrún hefur unnið bikarinn í öll fjögur skipti sín í Höllinni Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði kvennaliðs Hauka, á möguleika á því að verða bikarmeistari í fimmta sinn í dag þegar Haukar mæta Snæfelli í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta. Körfubolti 22. febrúar 2014 07:00
Fyrsti leikurinn á milli eitt og tvö í sjö ár Bikarúrslitalið Snæfells og Hauka eru í tveimur efstu sætum Dominos-deildar kvenna og það hefur aðeins gert einu sinni á síðustu þrettán árum að tvö efstu liðin í deildinni mætist í bikarúrslitaleiknum. Körfubolti 22. febrúar 2014 06:00
Hildur: Hillur í Hólminum fyrir bikara Hildur Sigurðardóttir segir að leikmenn Snæfells ætli sér sigur í bikarúrslitaleiknum gegn Haukum á morgun. Körfubolti 21. febrúar 2014 23:11
Systurnar fá ekki að slást Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Körfubolti 20. febrúar 2014 06:00
Kristinn dæmir sinn þrettánda bikarúrslitaleik Dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á úrslitleikina í Powerade-bikar karla og kvenna í körfubolta sem fara fram í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Hjá konunum mætast Snæfell og Haukar en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn. Körfubolti 19. febrúar 2014 16:30
Snæfellsstelpurnar jöfnuðu met í gær Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta með sigri á Hamar í Hveragerði í gær. Liðið er búið að vinna deildina þótt að það séu fjórar umferðir eftir. Körfubolti 17. febrúar 2014 15:00
Snæfell deildarmeistari í fyrsta skipti Snæfell tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell lagði Hamar í kvöld. Hólmarar eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Körfubolti 16. febrúar 2014 21:03
Ellefu sigrar í röð hjá Snæfelli - úrslitin í kvennakörfunni Frábær endasprettur Haukakvenna á móti botnliði Njarðvíkur kom í veg fyrir að Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvennakörfunni í kvöld. Snæfell vann þá sextán stiga sigur á Val en Haukar urðu að tapa á móti botnliði Njarðvíkur til þess að Snæfelli væri orðið Dominos-deildmeistari kvenna þótt að enn væru fimm umferðir eftir. Körfubolti 12. febrúar 2014 20:58
Jón Halldór farinn frá Grindavík Það eru breytingar hjá kvennaliði Grindavíkur í körfubolta því Jón Halldór Eðvaldsson er hættur að þjálfa liðið. Körfubolti 12. febrúar 2014 13:37
Tíundi sigur Snæfells í röð | Úrslit kvöldsins Topplið Snæfells hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino's-deild kvenna í dag en Haukar höfðu betur gegn Keflavík í baráttunni um annað sætið. Körfubolti 9. febrúar 2014 21:38
Valur varði fjórða sætið Valur vann stórsigur á KR, 71-48, þrátt fyrir að hafa verið þremur stigum undir að loknum fyrri hálfleik liðanna. Körfubolti 8. febrúar 2014 18:32
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 79-88 Snæfellingar báru sigurorð af Keflvíkingum í toppslag Dominos-deildar kvenna. Með sigrinum halda þær átta stiga forskoti í deildinni. Körfubolti 5. febrúar 2014 18:45
„Viljum ekki senda enn fleiri reikninga inn á heimili til foreldra“ Formaður KKÍ segir að miklu meira fjármagn þurfi frá ríkisvaldinu til að reka almennilegt afreks- og uppbyggingarstarf í íþróttinni hér á landi. "Stjórnmálamenn þurfa að þora að taka af skarið,“ segir hann. Körfubolti 4. febrúar 2014 07:00
Haukakonur mæta Snæfelli i bikarúrslitaleiknum Haukakonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur á fráfarandi bikarmeisturum Keflavíkur, 76-66, í stórskemmtilegum og æsispennandi leik í undanúrslitum Powerade-bikarsins í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2014 20:56
Snæfellskonur af öryggi í bikarúrslitaleikinn Kvennalið Snæfells er komið í bikarúrslitaleikinn í kvennakörfunni eftir öruggan 27 stiga sigur á KR, 88-61, í undanúrslitaleik Poweradebikarsins í Stykkishólmi í dag. Körfubolti 1. febrúar 2014 16:36
Diamber Johnson fór ekki langt - samdi við Keflavík Diamber Johnson var ekki lengi að finna sér nýtt lið í Dominos-deild kvenna eftir að hún var látin fara frá Hamar í vikunni. Á umboðssíðu leikmannsins kemur fram að hún hafi samið við Íslandsmeistaralið Keflavíkur. Körfubolti 31. janúar 2014 17:30
Ingi Þór: Með sorglegri fréttum í íþróttaheiminum sem ég hef heyrt Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka karla og kvenna í körfubolta hjá Snæfelli, skrifar inn fésbókina sína í dag þar sem hann tjáir sig um frétt dagsins í íslenska körfuboltanum. Körfubolti 31. janúar 2014 16:31
KR-konur fóru illa með Keflavík - úrslitin í kvennakörfunni Snæfell, KR, Hamar og Grindavík fögnuðu öll sigri í kvöld þegar heil umferð fór í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell náði átta stiga forskoti á toppnum þar sem að liðin sem voru jöfn í 2. til 3. sæti töpuðu bæði leikjum sínum en það er hinsvegar komin meiri spenna í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Körfubolti 29. janúar 2014 20:54
Snæfellskonur með deildarmeistaratitilinn í augsýn Snæfell er komið með átta stiga forskot á toppi Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir öruggan fimmtán stiga sigur á Haukum í kvöld, 79-64, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Haukar og Keflavík voru jöfn í 2. til 3. sæti fyrir leiki kvöldsins en töpuðu bæði í kvöld og Snæfellskonur eru því með deildarmeistaratitilinn í augsýn. Körfubolti 29. janúar 2014 20:48
Crystal aftur í Grindavík Grindavík hefur fengið Crystal Smith aftur til liðs við félagið og mun þessi öflugi bakvörður klára tímabilið með liðinu í Domino's-deild kvenna. Körfubolti 29. janúar 2014 10:45
Vilja að nýr körfuboltasalur á Ásvöllum beri nafn Ólafs Rafnssonar Henning Henningsson, fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Haukum, er tekinn við sem formaður körfuknattleiksdeildar Hauka en hann tók við á aðalfundi deildarinnar fyrir skömmu. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka. Körfubolti 28. janúar 2014 15:45
Grindvíkingar áfram duglegir að skipta um kana í körfunni Bandarískir leikmenn hafa svo sannarlega komið og farið í Grindavík á þessu tímabili. Karlaliðið skipti þrisvar um leikmann fyrir áramót og nú hefur kvennaliðið skipt um Kana í annað skiptið. Körfubolti 27. janúar 2014 18:15
Hamar sendir þriðja stigahæsta leikmann deildarinnar heim Hamar hefur nú bæst í hóp þeirra liða í Dominso-deild kvenna í körfubolta sem hefur skipt um erlendan leikmann en karfan.is segir frá því að Hvergerðingar hafa sent Di´Amber Johnson heim og í stað hennar mun hin bandaríska Chelsie Schweers klára tímabilið með Hamarsliðinu. Körfubolti 27. janúar 2014 18:00
Butler fór á kostum í fyrsta leiknum með Breiðabliki Jaleesa Butler er gengin til lið við Breiðablik í 1. deild kvenna í körfubolta og náði hún þrefaldri tvennu þegar Breiðablik skellti Fjölni 85-59 í toppslag deildarinnar í dag. Körfubolti 26. janúar 2014 20:15
Hólmarar hirða öll verðlaunin í Hafnarfirði Travis Cohn, leikmaður karlaliðs Snæfells, hafði sigur í troðslukeppninni Stjörnuleiksins sem nú stendur yfir í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Körfubolti 25. janúar 2014 16:05
Snæfellingur vann þriggja stiga keppnina Chynna Unique Brown, leikmaður Snæfells í Stykkishólmi, hafði sigur í þriggja stiga keppninni á Stjörnuleikshátíð KKÍ sem stendur yfir að Ásvöllum í Hafnarfirði. Körfubolti 25. janúar 2014 14:33
Spennandi leikir framundan í undanúrslitum bikarsins Í dag var dregið í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en drátturinn fór fram í húsakynnum Vífilfells. Körfubolti 23. janúar 2014 14:01
Hildur tryggði sigur á sínum gömlu félögum | Óvænt úrslit í kvöld Hildur Sigurðardóttir skoraði úr tveimur vítaskotum sekúndu fyrir leikslok þegar Snæfell marði 67-65 heimasigur á KR í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 22. janúar 2014 21:17