„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“ Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio. Tónlist 17. september 2022 16:00
Tónlistarnám í Reykjavík allt að tvöfalt dýrara Skólagjöld tónlistarskóla í Reykjavík eru þau dýrustu á landinu en borgin, ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum, rekur ekki tónlistarskóla á eigin vegum. Veturinn í tónlistarskóla getur kostað rúmlega tvö hundruð þúsund krónur. Innlent 17. september 2022 07:39
EyvindR kemur fram á SIRKUS í kvöld! Albumm heldur sína fimmtu tónleika á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Það er enginn annar en rapparinn EyvindR sem kemur fram á þessum flottu tónleikum. Albumm 17. september 2022 01:25
„Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. Tónlist 16. september 2022 15:30
Unga fólkið fyllti Smárabíó á frumsýningu Abbababb Söng- og dansmyndin Abbababb var frumsýnd með pompi og prakt í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Myndin var frumsýnd í nokkrum sölum samtímis. Lífið 16. september 2022 15:01
Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. Menning 16. september 2022 13:30
Cardi B játar líkamsárás á strippstað Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset. Lífið 16. september 2022 12:57
Eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld munu fimm pör foreldra og barna spila saman ásamt fleirum. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari segir Sinfóníuhljómsveitina vera stóra fjölskyldu. Tónlist 15. september 2022 20:41
Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október. Lífið 15. september 2022 12:30
Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. Erlent 15. september 2022 08:30
Björk biður um að íslenskir sjónvarpsþættir hætti að sýna morð sem daglegt brauð Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir íslenskt sjónvarpsefni láta morð virðast daglegt brauð á Íslandi. Hún biður um að þessu sé breytt, þetta endurspegli ekki íslenskan raunveruleika. Tónlist 14. september 2022 21:02
„Ovule er mín skilgreining á ást" Björk hefur sent frá sér nýja smáskífu ovule þar sem hún kannar brothætta eiginleika ástarinnar; væntingar og leit eftir jafnvægi í samböndum til að færa sig í átt að samlyndi og friðsælli framtíð. Albumm 14. september 2022 15:01
Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Tónlist 14. september 2022 13:30
Alda Music var selt til Universal fyrir nærri tvo milljarða Íslenska útgáfufélagið Alda Music, sem var stofnað árið 2016 og á réttinn á miklum meirihluta allrar tónlistar sem hefur verið gefin út á Íslandi, var selt í byrjun þessa árs fyrir um 12 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,7 milljarða króna, til Universal Music Group, stærsta tónlistaútgefanda í heimi. Innherji 14. september 2022 12:05
Loka Skuggabaldri í síðasta sinn á laugardagskvöld Næstkomandi laugardagskvöld verður haldið kveðjupartý fyrir djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll. Viðskipti innlent 13. september 2022 23:36
Rapparinn PnB Rock skotinn til bana Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann. Erlent 13. september 2022 12:19
Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða en aðdáunarverða baráttu við veikindi. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins. Innlent 11. september 2022 23:56
Elton John og Britney Spears klífa listann: „Ég er í skýjunum með viðbrögðin“ Elton John og Britney Spears sitja í ellefta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Hold Me Closer. Lagið er endurgerð á Tiny Dancer, sögulegu lagi Elton John, og var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. Tónlist 10. september 2022 16:01
„Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 10. september 2022 11:31
„Ég fann aftur hvað það var sem sogaði mig að tónlistinni í upphafi" Föstudaginn 2. september kom platan sýnir/athuganir út en það er fyrsta platan í fullri lengd sem tónlistarmaðurinn Hallur Már sendir frá sér. Albumm 10. september 2022 10:00
„Með því að vera föst inni í húsi fannst mér ég líka vera föst með tilfinningunum mínum“ Söngkonan Siggy var að gefa út sína fyrstu plötu, Reflections, í dag. Þessi fimm laga plata dregur fram blendnar tilfinningar tónlistarkonunnar um upplifun hennar á að takast á við ástarsorg, fíkn og tilfinningarússíbanann sem því fylgdi. Tónlist 9. september 2022 10:00
Nýfæddur sonur GDRN sáttur með nýju plötuna Söngkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru að gefa út plötuna Tíu íslensk sönglög. Sonur Guðrúnar, Steinþór Jóhann Árnason, fékk að njóta góðs af æfingum þeirra á dögunum og tók lúrinn sinn við fagra tóna. Lífið 8. september 2022 14:30
Alix Perez á Íslandi í fyrsta skipti Tónlistarmaðurinn Alix Perez kemur fram á Húrra föstudaginn 9. september og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Tónlist 8. september 2022 13:46
Tóku saman uppáhalds Nylon lag Jóns Jónssonar Jón Jónsson hlaut góðar móttökur þegar hann steig á svið á Tónleikaveislu Bylgjunnar á dögunum. Tónlistarmaðurinn tók þar mörg af sín vinsælustu lögum. Lífið 8. september 2022 12:31
Dimma fagnar 10 ára afmæli plötunnar Myrkvaverk Nú í haust eru 10 ár liðin frá því að DIMMA gaf út plötuna Myrkraverk en hún markaði tímamót á ferli sveitarinnar þar sem allir textar voru á íslensku. Myrkraverk fékk mjög góðar viðtökur og má með sanni segja að þar hafi flug DIMMU hafist fyrir alvöru. Albumm 7. september 2022 20:01
Bjössi í Mínus merkti sig Bubba að eilífu Tónlistarmennirnir og félagarnir Bubbi Morthens og Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér saman í tattoo. Lífið 7. september 2022 11:42
Lokað á tónleikahald vegna kvartana íbúa: „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís“ Íbúar í Skerjafirði hafa ítrekað kvartað í borgaryfirvöld vegna hávaða sem hefur borist frá tónleikahaldi í gamalli skemmu. Borgin hefur nú bannað allt viðburðahald þar, sem kemur flatt upp á leigjendur rýmisins. Þeir segjast hafa fengið að leigja rýmið af borginni einmitt til að halda þar viðburði. Innlent 6. september 2022 23:18
Bieber aflýsir fjölda tónleika vegna heilsubrests Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með. Lífið 6. september 2022 20:35
Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. Tónlist 6. september 2022 14:31
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted - Kósý og kertaljós í bland við dans steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 6. september 2022 02:21