Skýjað og dálítil væta vestanlands en bjart eystra Hæðin suður af landinu sem er búin að valda vestlægri átt hér á landi, verður þar í nokkra daga í viðbót. Það bætir í úrkomu á vestanverðu landinu frá miðvikudagskvöldi fram að laugardeginum en á eftir kemur hæðin yfir landid og er útlit fyrir bjartviðri um mest allt land í nokkra daga. Veður 6. júní 2023 07:13
Kuldabletturinn ekki til að skemma sumarveðrið Veðurfræðingur segir að mynd sem sýnir kuldablett á yfirborði sjávar við Íslands, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýni stöðuna nú ekki rétt. Myndin er átta ára gömul. Ekki er von á mikilli sól á suðvesturhorninu í þessari viku. Innlent 5. júní 2023 12:45
Rólegaheitaveður og hiti að átján stigum fyrir austan Útlit er fyrir rólegheitaveður í byrjun nýrrar vinnuviku en víðáttumikil hæð við strendur Skotlands viðheldur suðvestlægum áttum. Það stefnir í skýjað veður vestanlands með lítilsháttar vætu hér og þar og hita í kringum tíu stig. Veður 5. júní 2023 07:13
Skýjað og súld en ágætis hiti Hæð suður af landinu viðheldur þrálátum suðvestlægum áttum næstu daga. Í dag verður skýjað með rigningu og súld um landið vestanvert en þurrt og hlýtt um landið austanverrt þó ekki verði jafn bjart og hlýtt þar og hefur verið. Veður 4. júní 2023 07:29
Skárri vetur en í fyrra: Febrúar verstur og sérstakur maí Útgefnar viðvaranir vegna veðurs síðastliðinn vetur voru 325 talsins og er sá fjöldi í meðallagi. Mun fleiri viðvaranir voru gefnar út veturinn 2019-2020 og 2021-2022, en þá var fjöldi útgefinna viðvarana 439 og 426. Þetta kemur fram í samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 2. júní 2023 16:05
Tilbreytingaleysi í veðrinu næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir nokkru tilbreytingaleysi í veðrinu þessa daga og að í dag verði áframhald á vestlægu vindunum sem hafi leikið um landann. Veður 2. júní 2023 07:11
Versti maímánuður frá upphafi mælinga Sólskinsstundir í Reykjavík í maí hafa aldrei verið færri. Sólin skein 96 stundir og var mánuðurinn sá þriðji úrkomumesti frá því mælingar hófust. Veður 1. júní 2023 20:26
Fagna sumarblíðunni en bíða eftir ferðamönnunum Sumarið virðist vera gengið í garð á Austurlandi, hiti mældist hæstur 21 gráða við Egilsstaðaflugvöll í vikunni og veður verður milt og gott víða fyrir austan út vikuna hið minnsta. Ferðaþjónustuaðilar eru spenntir fyrir sumrinu. Innlent 1. júní 2023 16:00
Áframhaldandi vestlæg átt og dálítil væta Hæð suður af landinu verður þar áfram næstu daga sem mun hafa í för með sér áframhaldandi vestlæga átt. Skýjað verður að mestu vestantil með dálítilli vætu af og til en reikna má með smá sól í gegnum skýin öðru hverju. Veður 1. júní 2023 06:53
Víðáttumikil hæð stjórnar veðrinu næstu daga Víðáttumikil hæð er nú stödd nokkur hundruð kílómetra suður af landinu og mun hún stjórna veðrinu hjá okkur næstu daga. Útlit er fyrir vestan- og suðvestanátt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu. Veður 31. maí 2023 07:29
Gróður svartur og brenndur eftir vorlægðirnar Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár. Innlent 30. maí 2023 20:01
Flutti austur á land vegna góða veðursins Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag. Lífið 30. maí 2023 17:09
Skýjað og súld vestantil en hiti að tuttugu stigum fyrir austan Það hafa verið hvassir vindstrengir á norðan- og austanverðu landinu í nótt, en í dag mun snúast í minnkandi vestlæga átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Veður 30. maí 2023 07:07
Gæti farið illa ef ekkert er að gert í Reykjavíkurskógi Í vikunni féll birkitré við Tjarnargötu, í vindhviðu og mildi að ekki fór verr. Ef að er gáð kemur í ljós að hin unga skógarþjóð sem Íslendingar eru standa á tímamótum og í mörg horn að líta ef ekki á hreinlega illa að fara. Nokkurs fyrirhyggjuleysis gætir hjá Íslendingum sem teljast á alla mælikvarða ung skógarþjóð. Innlent 29. maí 2023 09:01
Gular viðvaranir vestanlands en hlýtt austanlands Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Norður- og Norðvesturlandi vegna hvassviðris. Búast má við 15-20 m/s víða og vindhviðum yfir 25 m/s við fjöll. Á Austurlandi gæti hiti farið í 20 stigin. Veður 29. maí 2023 07:59
„Vonandi er þetta síðasti dagurinn með svona skítviðri“ Von er á vonskuveðri víða um land á morgun og gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Vestfirði og Breiðafjörð. Veðurfræðingur segist vonast til þess að morgundagurinn verði síðastur í röð illviðrisdaga. Veður 28. maí 2023 23:00
Ekkert ferðaveður á morgun og hinn Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi. Veðurfræðingur segir enn eina lægðina á leið til landsins en veður eigi að batna eftir helgi. Veður 27. maí 2023 13:29
Appelsínugul viðvörun og úrkomusvæði nálgast Appelsínugul viðvörun er nú í gildi á Austfjörðum og gul víðar um landið. Á Austfjörðum er spáð norðvestan 20-28 metrum á sekúndu og gert ráð fyrir að vindhviður geti farið yfir 35 metra á sekúndu. Veður 27. maí 2023 09:38
Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. Veður 26. maí 2023 19:59
Gular viðvaranir í nótt og á morgun Gular veðurviðvaranir verða í gangi á Norðurlandi, Austurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu í nótt og á morgun. Búist er við varasömu ferðaveðri. Veður 26. maí 2023 08:51
Rigning og von á stormi í fyrramálið Lægð suðvestur í hafi nálgast nú landið og fylgir henni rigning í dag. Síðdegis má reikna með að verði úrkomulítið norðaustanlands. Veðurstofan spáir að í kvöld fari lægðin norðaustur yfir land og í kjölfarið fylgi nokkuð hvöss vestan- og suðvestanátt. Veður 26. maí 2023 07:17
„Kominn tími til að starta sumrinu“ Mohammed Emin Kizilkaya veðurfræðiáhugamaður spáði því í vikunni að Íslendingar mættu eiga von á góðu veðri í kringum næstu mánaðarmót. Sumarið væri á leiðinni til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að Mohammed hafi ýmislegt til síns máls. Veður 25. maí 2023 19:26
Víða skúrir og ný lægð nálgast úr suðvestri Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, kalda eða stinningskalda. Reikna má með skúrum fram eftir degi og fremur svölu veðri, en hægari vindi og úrkomulitlu í kvöld. Veður 25. maí 2023 07:13
Bílar fuku af veginum í Öræfum Nokkur vandræði sköpuðust á Öræfu í morgun þar sem bílar fuku út af veginum vegna mikils hvassviðris. Sérstaklega var hvasst við Fjallsárlón en í tilkynningu frá Landsbjörg segir að ferðafólk hafi almennt verið í vandræðum. Innlent 24. maí 2023 15:48
Björgunarsveitirnar lausar við útköll í hvassviðrinu Engar tilkynningar hafa komið inn á borð björgarsveitanna vegna hvassviðrisins sem gekk á landið í gær. Innlent 24. maí 2023 10:12
Dregur úr vindi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt á landinu í dag, tíu til átján metrum á sekúndu en hægari um tíma á Norðurlandi. Víða verða skúrir eða slydduél en skýjað með köflum suðvestantil en birtir til þar er líður á daginn. Veður 24. maí 2023 07:21
Sátu eftir á Alicante eftir að fluginu var flýtt Íslenskt par varð eftir á Alicante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flugfélaginu Play var flýtt um fimm klukkustundir vegna óveðurs. Þau sakna þess að hafa fengið tilkynningu frá flugfélaginu. Flugfélagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flugmiðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi. Neytendur 23. maí 2023 21:05
„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. Innlent 23. maí 2023 19:30
Stærðarinnar tré féll á Tjarnargötu Tré féll á Tjarnargötu um klukkan fimm í dag og lokaði götunni tímabundið. Innlent 23. maí 2023 17:22
Byrjað að bæta í vind og fyrsta gula viðvörunin hefur tekið gildi Núna í morgunsárið er byrjað að bæta í vind suðvestanlands og fyrsta gula viðvörunin hefur tekið gildi. Þeim mun svo fjölga er líður á daginn og er enginn landshluti undanskilinn, ef frá eru taldir Austfirðir. Veður 23. maí 2023 07:20