Slagsmál og læti á Sushi Social Upp úr sauð á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í kvöld þegar slagsmál brutust út meðal gesta á staðnum. Þetta staðfestir Daníel Kavanagh veitingastjóri á Sushi Social í samtali við Vísi. Innlent 6. apríl 2021 22:56
Baulan til leigu Skeljungur hf. hefur auglýst Bauluna í Borgarfirði til leigu eftir að síðustu rekstraraðilar hættu þar veitingarekstri fyrr á árinu. Það er lítið um ferðamenn á svæðinu eins og er en talsmaður Skeljungs segir að félagið stefni á að koma húsnæðinu í leigu fyrir sumarið. Viðskipti innlent 6. apríl 2021 17:18
„Ég hef stundum verið á undan minni samtíð með hugmyndir“ ,,Mér finnst auðvitað leiðinlegt þegar fólk misskilur hlutina eða heldur eitthvað slæmt um mig, en þú ert alltaf með einhvern einn fíl einhvers staðar.“ Lífið 5. apríl 2021 22:39
Andri og Gerður til liðs við aha.is Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði. Viðskipti innlent 30. mars 2021 19:19
Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. Viðskipti innlent 30. mars 2021 12:30
Yfir 120 veitingastaðir á Dineout.is Dineout.is er vefverslun vikunnar á Vísi. Samstarf 29. mars 2021 12:41
Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Viðskipti innlent 29. mars 2021 07:26
Tólf hávaðaútköll en flestir veitingastaðir með sóttvarnir á hreinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 42 veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og voru þeir flestir með „allt á hreinu“ varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur. Um það bil þrjátíu staðir í öðrum hverfum voru einnig heimsóttir og var sama uppi á teningnum þar, þó árétta þurfti á nokkrum stöðum reglur um opnunartíma og skráningu gesta. Innlent 28. mars 2021 07:23
Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir. Fréttir 26. mars 2021 16:06
„Persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk“ Þær aðstæður sem hundurinn sem beit stúlku á Röntgen á föstudag voru ekki boðlegar, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir hundinn hafa verið hræddan og það sé æsifréttamennska að slá tegundinni upp. Innlent 23. mars 2021 18:34
Uppsagnir og lokanir hjá Kaffitári Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu í Bankastræti tímabundið og endanlega hætt rekstri í Þjóðminjasafninu. Þetta staðfestir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 23. mars 2021 15:07
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. Innlent 23. mars 2021 14:01
Finna ekki dæmi um svindl á veitingastöðum þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar Eftirlit með veitingastöðum í Reykjavíkur hefur ekki leitt í ljós svindl með fisktegundir sem virtist koma fram í rannsókn sem var gerð árið 2016. Sú rannsókn benti til þess að á Íslandi væri eitt hæsta hlutfall rangra merkinga á fiskmeti á veitingastöðum í Evrópu. Innlent 22. mars 2021 07:00
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. Innlent 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. Innlent 21. mars 2021 10:01
Óður til ostborgarans Grill 66 býður sérútbúinn ostborgara í tilefni páskanna. Lífið samstarf 18. mars 2021 12:11
Opna bar og veitingastað í húsnæði Skelfiskmarkaðarins Þeir Arnar Þór Gíslason, Andri Björnsson, Logi Helgason og Óli Már Ólason hyggjast opna annars vegar bar og hins vegar veitingastað að Klapparstíg 28-30. Viðskipti innlent 17. mars 2021 07:45
Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. Viðskipti innlent 10. mars 2021 16:28
Listaverk Margeirs Dire heitins komið heim í portið á Prikinu Strætóskýli sem verið hefur við Njarðargötu í Reykjavík hefur fengið nýtt heimili í Bankastræti. Nánar tiltekið á kaffihúsinu Prikinu þar sem því hefur verið komið fyrir í porti staðarins sem snýr út að Ingólfsstræti. Á skýlið er málað listaverk eftir fastagest á Prikinu sem féll frá langt fyrir aldur fram. Lífið 9. mars 2021 15:35
Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. Innlent 9. mars 2021 14:59
Lét heimsfaraldur ekki á sig fá og lætur drauminn rætast eftir grænt ljós frá konunni Síðar í mánuðinum bætist við nýr staður í veitingaflóru Reykjavíkur þegar skyndibitastaðurinn 2Guys opnar á Klapparstíg. Einn eigenda segir langþráðan draum nú loks verða að veruleika og að hann sé bjartsýnn á gengi staðarins þó sumir hafi veigrað sér við að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri. Viðskipti innlent 5. mars 2021 09:01
Bröns Beat Dóru Júlíu dúndur byrjun á helginni Tónlist og góðum mat er listilega blandað saman á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Lífið samstarf 1. mars 2021 13:22
Lokuðu tveimur veitingahúsum á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði tveimur veitingahúsum í umdæminu í gærkvöldi. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis en hinu vegna brots á sóttvarnalögum. Innlent 28. febrúar 2021 08:16
Hætta rekstri Quiznos á Íslandi Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli. Viðskipti innlent 25. febrúar 2021 08:04
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. Innlent 23. febrúar 2021 13:55
Skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða og vilja að lögregluaðgerðum verði hætt Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna fyrirhugaðra tilslakana á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í áskoruninni óska samtökin eftir því að látið verði „af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni.“ Innlent 23. febrúar 2021 08:49
Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar. Viðskipti innlent 18. febrúar 2021 11:03
Hafnar alfarið ásökunum um hótanir á veitingastöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar því alfarið á bug að hún hafi haft í hótunum við rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna ágreinings um sóttvarnareglur. Innlent 16. febrúar 2021 13:37
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. Viðskipti innlent 15. febrúar 2021 23:27
Engin króna fannst í 310 milljóna gjaldþroti Austur Gjaldþrot einkahlutafélagsins 101 Austurstræti, sem rak skemmtistaðinn Austur í miðbæ Reykjavíkur, nam 310 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 7. október síðastliðinn og Sigurður Snædal Júlíusson skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Viðskipti innlent 15. febrúar 2021 16:14