Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. 17.12.2021 12:18
Prins Nutella tróð upp í eins árs afmæli Verzlanahöllinn hélt upp á eins árs afmælið í gær. Meðal þeirra sem glöddu viðstadda var upprennandi söngstjarnan Prins Nutella, eða Baldvin Tómas Sólmunarson,en hann mun stíga á svið meðJólagestumBjörgvins næsta laugardag. 17.12.2021 10:11
Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16.12.2021 16:45
Nauðgari undir fölsku flaggi fékk mildari dóm í Hæstarétti Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu á árunum 2015 til 2017. Gabríel hlaut fjögurra ára dóm í héraðsdómi og Landsrétti. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár en þyngdi lítillega bætur til brotaþola. 16.12.2021 15:16
Umfangsmikil dópneysla í Reykjavík og tengsl við helstu fíkniefnamarkaði Áhætta vegna skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi telst mjög mikil. Aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni eykur álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Skipulögð brotastarfsemi felur í sér ógn við öryggi samfélags og einstaklinga. 16.12.2021 14:42
Syndis gefur út leiðbeiningar til stjórnenda vegna Log4j veikleikans Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda vegna Log4j veikleikans. Ríkislögreglustjóri, í samráði við netöryggissveitina CERT-IS og Fjarskiptastofu, hafa meðal annars virkjað óvissustig Almannavarna vegna veikleikans. 16.12.2021 14:21
Bloggari eða ekki, Björn Ingi heldur ótrauður áfram Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti vefsíðunni Viljanum, er ósáttur við skoðun formanns Blaðamannafélags Íslands að Viljinn sé bloggsíða hans. Hann bendir á að formaður félagsins sé fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og spyr hvort draumurinn sé að allir blaðamenn vinni hjá ríkinu. 16.12.2021 12:10
María Guðmundsdóttir leikkona er látin María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun. 15.12.2021 16:16
Hvað veist þú um réttindi barna? Hvað veist þú um Barnasáttmálann og embætti umboðsmann barna? Hér getur þú tekið eina létta getraun og komist að því. 15.12.2021 15:48
Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15.12.2021 10:54