Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið

Klukkan tíu hófst hlutafjárútboð í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds hf. Útboðið hefst örfáum dögum eftir að tilkynnt var um næsta tölvuleik úr smiðju fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Baðkar fyrirliða KR kom við sögu í lekamáli

Nokkrir íbúar í fjölbýlishúsi í Glaðheimum í Reykjavík hafa verið dæmdir til að greiða nágrannakonu sinni rúma milljón vegna tjóns á séreign konunnar. Líklegt er að lekinn hafi að hluta komið frá baðkari eins besta knattspyrnumanns landsins.

Mælirinn fullur hjá eitt þúsund læknum

„Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftalista 985 lækna í morgun. Fulltrúi lækna vonast til að skrið komist á málið eftir fund með aðstoðarmanni ráðherra.

Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna

Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu.

Play flýgur til Kanarí

Flugfélagið Play ætlar að fljúga til Gran Canaria á Spáni, betur þekktar sem Kanaríeyjar, frá 22. desember 2021 til 20. apríl 2022. Flogið verður í hverri viku á miðvikudögum.

Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi

Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift.

Sjá meira