Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2021 11:35 Þegar lögreglu bar að garði í íþróttahúsinu var faðirinn í miklu uppnámi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu. Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira