Fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta gegn dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2021 16:30 Spænska lögreglan handtók manninn í Benissa, skammt frá Alicante, í október á síðasta ári og var hann framseldur til Danmerkur í desember síðastliðinn. Lögreglan á Spáni Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. TV2 á Fjóni greinir frá dómnum sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Íslendingsins áfrýjaði niðurstöðunni um leið til Landsréttar. Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 2006 og 2010, annars vegar á Íslandi og hins vegar í sumarhúsi á Fjóni. Dóttirin var á aldrinum fimm til níu ára á þeim tíma. Trúði vinkonum sínum fyrir brotunum „Málið hefur verið óvenjulegt á ýmsan hátt. Annars vegar er um að ræða mjög alvarleg brot gegn eigin dóttur. Hins vegar hefur framburður vitna spilað afgerandi þátt við úrlausn málsins því svo langt er um liðið síðan brotin áttu sér stað að engin sönnunargögn eru fyrir hendi,“ segir Jacob Thaarup hjá lögreglunni á Fjóni í tilkynningu. Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt. „Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis.“ Handtekinn á Spáni Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt. „Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis,“ segir Jakob. Vísað frá Danmörku Brot mannsins voru tilkynnt til lögreglunnar á Fjóni af sveitarfélaginu Nyborg í desember 2018. Í júní 2020 var Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald án þess að dvalarstaður hans lægi fyrir. Rannsókn leiddi í ljós að hann dveldi líklega á Spáni og var gefin út evrópsk handtökuskipun. Karlmaðurinn var handtekinn á Alicante í október 2020 og framseldur til Danmerkur í desember. Auk þess að hljóta fjögurra ára fangelsisdóm verður Íslendingnum meinað frá komu til Danmerkur fyrir lífstíð. Hann hefur neitað sök á öllum stigum málsins. Fréttin hefur verið uppfærð Danmörk Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Íslendingur á Fjóni ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. 27. maí 2021 09:09 Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. 27. október 2020 21:44 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
TV2 á Fjóni greinir frá dómnum sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Íslendingsins áfrýjaði niðurstöðunni um leið til Landsréttar. Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 2006 og 2010, annars vegar á Íslandi og hins vegar í sumarhúsi á Fjóni. Dóttirin var á aldrinum fimm til níu ára á þeim tíma. Trúði vinkonum sínum fyrir brotunum „Málið hefur verið óvenjulegt á ýmsan hátt. Annars vegar er um að ræða mjög alvarleg brot gegn eigin dóttur. Hins vegar hefur framburður vitna spilað afgerandi þátt við úrlausn málsins því svo langt er um liðið síðan brotin áttu sér stað að engin sönnunargögn eru fyrir hendi,“ segir Jacob Thaarup hjá lögreglunni á Fjóni í tilkynningu. Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt. „Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis.“ Handtekinn á Spáni Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt. „Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis,“ segir Jakob. Vísað frá Danmörku Brot mannsins voru tilkynnt til lögreglunnar á Fjóni af sveitarfélaginu Nyborg í desember 2018. Í júní 2020 var Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald án þess að dvalarstaður hans lægi fyrir. Rannsókn leiddi í ljós að hann dveldi líklega á Spáni og var gefin út evrópsk handtökuskipun. Karlmaðurinn var handtekinn á Alicante í október 2020 og framseldur til Danmerkur í desember. Auk þess að hljóta fjögurra ára fangelsisdóm verður Íslendingnum meinað frá komu til Danmerkur fyrir lífstíð. Hann hefur neitað sök á öllum stigum málsins. Fréttin hefur verið uppfærð
Danmörk Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Íslendingur á Fjóni ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. 27. maí 2021 09:09 Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. 27. október 2020 21:44 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Íslendingur á Fjóni ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. 27. maí 2021 09:09
Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. 27. október 2020 21:44