Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það er ein­falt að segja það, en við þurfum bara að skora“

„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 

„Mæti honum með bros á vör“

„Mjög erfiður leikur, eins og á að vera í úrslitakeppninni, ég er ánægður með að við höfum staðið saman fram á síðustu mínútu, spilað af hörku og sótt sigurinn“ sagði miðherjinn David Okeke eftir 89-95 sigur Álftaness á útivelli í fyrsta leik gegn Njarðvík, þar sem hann háði harða baráttu við fyrrum liðsfélaga sinn Domynikas Milka. 

Fimm fengu bann fyrir slags­málin

Fimm leikmenn voru dæmdir í leikbann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik Detroit Pistons og Minnesota Timberwolves. Isaiah Stewart var sá eini sem fékk tveggja leikja bann, þar sem hann á sér sögu um ofbeldi.

Dag­skráin í dag: Úr­slita­keppni karla hefst

Fjöruga dagskrá er á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Úrslitakeppni Bónus deildar karla hefst með tveimur leikjum í kvöld. Átta liða úrslit Meistaradeildar ungmenna eru í fullum gangi. Svo má einnig finna hafnaboltaleiki og gott golf. 

Segir Müller eiga skilið góða kveðju­stund

Louis Van Gaal, fyrrum þjálfari Bayern München, segir Thomas Müller eiga skilið góða kveðjustund frá félaginu, þar sem ekki lítur út fyrir að samningur hans verði framlengdur.

Orri og fé­lagar duttu út með hádramatískum hætti

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad duttu út úr spænska bikarnum eftir hádramatískan leik og einvígi gegn Real Madrid sem endaði 5-4. Orri kom inn á seinni hálfleik framlengingar, eftir að sjö mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma. Antonio Rudiger skallaði Madrid svo áfram í úrslitaleikinn á 115. mínútu.

Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu

Nottingham Forest vann 1-0 gegn Manchester United í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur þar með haldið hreinu oftast allra liða í deildinni. Rauðu djöflarnir voru hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lokin.

Sjá meira