Aron lyfti deildarmeistaratitlinum í Kaplakrika í kvöld Lið FH fékk afhentan deildarmeistaratitil Olís deildar karla í handbolta í kvöld eftir sigur á KA, 32-22 í lokaumferð deildarinnar. Úrslitakeppnin tekur nú við. 5.4.2024 22:13
Hákon og Lille lyftu sér upp í Meistaradeildarsæti Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Hákon Arnar Haraldsson, var í byrjunarliði Lille og lék nær allan leikinn er liðið vann mikilvægan 3-1 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 5.4.2024 21:45
Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5.4.2024 21:02
Ísak Snær á láni til Breiðabliks Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður til Bestu deildar liðs Breiðabliks frá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg út komandi leiktíð í Bestu deild karla. Þetta staðfestir Breiðablik í færslu á samfélagsmiðlum. 5.4.2024 20:38
Þær þýsku sluppu með skrekkinn í kvöld: Mæta Íslandi næst Þýskaland slapp heldur betur með skrekkinn gegn nágrönnum sínum í Austurríki í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin eru með Íslandi í riðli og er óhætt að segja að Þjóðverjarnir hafi lent í kröppum dansi í kvöld en höfðu þó á endanum 3-2 sigur. Þýskaland og Ísland mætast svo á þriðjudaginn kemur í uppgjöri efstu liða riðilsins. 5.4.2024 20:24
Elliði Snær fór mikinn í Íslendingaslagnum Elliði Snær Vignisson átti stórleik og skoraði átta mörk fyrir Gummersbach er liðið hafði betur gegn HBW Balingen í Íslendingaslag kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 33-25 sigur Gummersbach 5.4.2024 19:30
Líkamsleifar fundust nærri æfingasvæði Manchester United Lögreglan í Manchester á Englandi hefur sett af stað morðrannsókn eftir að líkamsleifar af manneskju, vafnar inn í plast, fundust nærri æfingasvæði úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í gær. 5.4.2024 18:23
Snæfríður önnur og Anton Sveinn þriðji í Svíþjóð Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee syntu bæði til úrslita á opna sænska meistramótinu í sundi í Stokkhólmi í dag. Snæfríður endaði í 2.sæti í tvö hundruð metra skriðsundi og Anton Sveinn í þriðja sæti í tvö hundruð metra bringusundi. 5.4.2024 17:16
Tiger skrúfar fyrir allt kynlíf Tiger Woods, einn allra besti kylfingur sögunnar, hefur gripið til þess ráðs að halda sér með öllu frá kynlífi í aðdraganda Masters golfmótsins sem fer fram í næstu viku. 5.4.2024 07:02
Dagskráin í dag: Risa körfuboltakvöld og Íslendingur í eldlínunni Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og fyrri daginn. 5.4.2024 06:01