Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum, allir í seinni landamæraskimun. 19.3.2021 10:40
Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19.3.2021 09:48
Danir gera eins og Svíar og hætta að tala um „Hvíta-Rússland“ Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur greint frá því að hætt verði að notast við nafnið Hvíta-Rússland, það er Hviderusland, og að framvegis verði notast við nafnið Belarus um landið. Er það gert eftir óskir frá stjórnarandstöðunni í landinu. 19.3.2021 08:44
Jón Karl endurkjörinn og ný stjórn tekin við Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á aðalfundi ráðsins í gærkvöldi. Hann tók fyrst við formennsku í Verði árið 2018, en hann var einn í framboði nú og því sjálfkjörinn. 19.3.2021 08:20
Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19.3.2021 07:59
Lögregluvarðstjóri á Ísafirði vill annað af efstu sætunum á lista Samfylkingar Gylfi Þór Gíslason, lögregluvarðstjóri á Ísafirði, hefur tilkynnt að hann sækist eftir einu af tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. 19.3.2021 07:27
Júlíus Andri vill í fjórða sætið á lista VG í Kraganum Júlíus Andri Þórðarson hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í rafrænu forvali sem fram fer daganna 15. – 17. apríl. 19.3.2021 07:10
Loka fyrir umferð á Suðurstrandarvegi í kvöld og í nótt Suðurstrandarvegi verður lokað klukkan 18 á eftir og fram á morgun hið minnsta. Er það gert vegna ástands vegarins í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesskaga. 18.3.2021 16:21
Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18.3.2021 14:04
Pashinyan boðar til kosninga Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, boðaði í morgun til þingkosninga í landinu sem eiga að fara fram 20. júní. Mikil spenna og óvissa hefur verið í armenskum stjórnmálum síðustu mánuði eftir hin vopnuðu átök Armena og Asera um Nagorno-Karabakh. 18.3.2021 12:16