Varafyrirliði Real Madrid sleit krossband Dani Carvajal, varafyrirliði Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid, spilar ekki meira með á tímabilinu. Hann sleit krossband í hné í sigrinum á Villarreal. 6.10.2024 09:32
Meistararnir lentu undir en unnu samt Mateo Kovacic skoraði tvö mörk þegar Manchester City bar sigurorð af Fulham, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í dag. 5.10.2024 16:00
Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Bukayo Saka skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Arsenal vann nýliða Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-1, Skyttunum í vil. 5.10.2024 15:55
Risasigrar hjá Val og Haukum Íslandsmeistarar Vals og Haukar eru svo gott sem komnir áfram í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta. Liðin unnu bæði stórsigra í dag. 5.10.2024 15:38
Lið Cecilíu jafnaði undir lokin og er enn taplaust Inter, sem landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir leikur með, gerði 1-1 jafntefli við Roma á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. 5.10.2024 15:17
Sandra María valin best Fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen, var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. 5.10.2024 14:57
Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Helena Sverrisdóttir var tekin inn í heiðurshöll Texas Christian University (TCU) í gær. Hún lék við góðan orðstír með körfuboltaliði skólans 2007-11. 5.10.2024 14:30
„Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var sáttur með að fara frá Selhurst Park með þrjú stig. Hann hrósaði varnarleik Rauða hersins á tímabilinu. 5.10.2024 14:02
Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni vann Liverpool 0-1 sigur á Crystal Palace á Selhurst Park. Með sigrinum náði Rauði herinn fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar. 5.10.2024 13:20
Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund Cole Campbell er á varamannabekk Borussia Dortmund sem sækir Union Berlin heim í þýsku úrvalsdeildinni í dag. 5.10.2024 12:57