Mynd ársins af palestínskum flóttamanni Kjartan Þorbjörnsson og Kristinn Magnússon hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins. Tilkynnt var um valið á viðburði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem stendur opin til 18. maí. 27.4.2024 15:30
Mikil gleði þegar Bergur komst í mark Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum. 27.4.2024 15:06
Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27.4.2024 14:03
Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir. 27.4.2024 11:38
Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27.4.2024 11:10
Karl konungur snýr aftur úr veikindaleyfi Karl Bretakonungur mun nú aftur sinna konunglegum skyldum sínum samhliða krabbameinsferðinni. Karl Bretakonungur tilkynnti í febrúar síðastliðinni að hann hefði verið greindur með krabbamein og að hann myndi því ekki geta sinnt öllum sínum skyldum. 27.4.2024 09:37
Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. 27.4.2024 08:42
Vara við því að fara gangandi að gosinu Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að fara fótgangandi að gosstöðvum. Fram hefur komið í fréttum að líkur aukast með hverjum degi á að ný gossprungja opnist eða að nýtt eldgos hefjist. Vegna þess er fólk varað við því að fara fótgangandi. 27.4.2024 07:37
Kastaði glerflösku í höfuð manns og gisti í fangaklefa Fjórir voru vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrír vegna ölvunar og einn vegna líkamsárásar. Hann kastaði glerflösku í höfuð annars einstaklings sem var fluttur á slysadeild. 27.4.2024 07:28
Lægð nálgast landið úr austri Dálítil lægð nálgast nú landið úr austri og verður því norðan- og norðaustanátt í dag. Víða kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið suðvestanvert. 27.4.2024 07:12