Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gangandi kvenfélagskonur í Grímsnesi í allan dag

Kvenfélagskonur í Grímsnesi njóta góða veðursins í dag og ganga áheitagöngu til styrktar "Sjóðnum góða" í Árnessýslu. Gangan hófst klukkan níu í morgunen konurnar ætla að ganga 24 kílómetra, eða Sólheimahringinn svokallaða.

Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel

Um 600 manns fara í sýnatöku í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag en um er að ræða 550 nemendur skólans og 50 starfsmenn. Allt hefur gengið vel það sem af er degi en sýnatakan hófst klukkan 08:30 í morgun og henni á að vera lokið klukkan 16:00 í dag.

Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal

Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við óviðeigandi aðstöðu á lögreglustöðinni í þorpinu þar sem lögreglumenn þurfa að deila salerni og kaffiaðstöðu með öðrum. Þá eru ekki fangaklefar á stöðinni og ekki bílskúr fyrir lögreglubílana.

Kósí og sæt heimavist til að byrja með

Ný heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi verður tekin í gagnið á næstu dögum en ekki hefur verið starfandi heimavist við skólann síðustu ár. Mikil ánægja er með að samningar séu í höfn um nýju vistina.

Elsti Ís­lendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís

Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum.

Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana

Böðvar Guðmundsson, sem býr á Selfossi hefur nýlega látið af starfi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Þrátt fyrir að hann sé hættur þá mætir hann áfram í vinnuna af gömlum vana.

Sjá meira