Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ

Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið.

Berfættur bóndi

Bóndi í Árnessýslu gengur til allra sinna verka berfættur og hefur að eigin sögn öðlast nýtt líf með því þegar stoðkerfið og andleg líðan er annars vegar. Hann hvetur fólk til að vera eins mikið berfætt og hægt er.

Regnbogi og „Kyssuskilti“ í Ólafsvík vekur mikla athygli

Regnbogagatan í Ólafsvík við kirkju staðarins er sá ferðamannastaður í Snæfellsbæ, sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá ferðamönnum. Þá er „kyssuskilti” líka við götuna, sem vekur mikla kátínu og athygli ferðamanna.

Ókeypis kjötsúpa á Hvolsvelli í dag

Unnendur íslensku kjötsúpunnar ættu að vera á Hvolsvelli um helgina því þar fer fram kjötsúpuhátíð. Fjölbreytt dagskrá er í boði og í dag er gestum og gangandi boðið upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúni staðarins.

Langvían Moli í Vestmannaeyjum heldur að hann sé lundi

Starfsfólk Sea Life Trust safnsins í Vestmannaeyjum eru í vandræðum með langvíu á safninu, sem heldur að hún sé lundi. Ástæðan er sú að starfsfólkið hefur farið með hana átta sinnum út á sjó til að freista þess að sleppa henni en hún kemur alltaf aftur og býður við dyr safnsins þegar starfsfólk mætir til vinnu á morgnana og heimtar að koma inn.

„Afrekshugur” Nínu Sæmundsson kominn á Hvolsvöll

Afsteypa af verki Nínu Sæmundsson, „Afrekshugur“ hefur nú verið komið fyrir í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli en það var forseti Íslands, ásamt leikskólabörnum, sem afhjúpuðu verkið. Frumgerð verksins prýðir inn­gang­inn að Waldorf Astoria hót­el­inu í New York en sjálf er Nína er úr Fljóts­hlíðinni.

Veiddi 34 punda lax við Tannastaði

„Þetta er lang, langstærsti lax, sem ég hef fengið en ég veiddi hann á flugu, sem heitir „Black chost" við Tannastaði undir Ingólfsfjalli í gær. Hann hefur verið 32 til 34 pund en ég sleppti honum strax,” segir Grímur Arnarson, veiðimaður búsettur á Selfossi.

Sjá meira