Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. 2.8.2023 23:31
Langþreytt á eitraðri bjarnarkló eftir að tvö barnabörn brenndust Íbúi í vesturbæ Reykjavíkur segist vera orðin langþreytt á bjarnarkló sem gert hefur sig heimakomna í garðinum hennar. Barnabarn hennar brenndist á fótum við garðvinnu en sex ár eru síðan annað barnabarn hennar brenndist illa á höndum vegna plöntunnar. Hún segist þreytt á því sem hún segir slæma umhirðu bensínstöðvarinnar N1 um lóð fyrirtækisins, þaðan sem hún segir bjarnarklóna koma. 2.8.2023 21:40
Slasaðist í Kerlingarfjöllum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kvöldmatarleytið vegna konu sem slasaðist í Kerlingarfjöllum. 2.8.2023 19:44
Göngin opin aftur eftir óhapp Hvalfjarðargöng voru lokuð í rúma klukkustund eftir umferðaróhapp sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Þau hafa nú verið opnuð aftur. 2.8.2023 18:39
Dani er orðinn milljónamæringur Heppinn Dani var einn með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í Vikinglottó og hlýtur hann rúmar 432 milljónir króna í vinning. 2.8.2023 18:23
Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1.8.2023 22:47
Ótækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibolla íbúa Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starfsemi fyrirtækisins á Hólmsheiði. Skiljanlegt sé að íbúar séu þreyttir á hávaðamengun af völdum þyrluumferðar en fyrirtækið lúti núverandi flugferlum og ráði ekki flugleiðum inn á og út af Reykjavíkurflugvelli. 1.8.2023 21:55
Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. 1.8.2023 20:15
Maðurinn sem leitað var að fannst heill á húfi Maðurinn sem leitað var að við Goðafoss frá því hann týndist rétt rúmlega 17:00 í dag fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. 1.8.2023 18:55
Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1.8.2023 17:57
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent