Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dramatísk fækkun ungs fólks á Ís­landi sem fer í með­ferð

Ungt fólk hefur mun síður leitað í með­ferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðar­lega fækkun frá því á fyrri árum. For­stjóri og fram­kvæmda­stjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni já­kvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hins­vegar gjarnan í al­var­legri neyslu.

Lang­þreytt á eitraðri bjarnar­kló eftir að tvö barna­börn brenndust

Íbúi í vestur­bæ Reykja­víkur segist vera orðin lang­þreytt á bjarnar­kló sem gert hefur sig heima­komna í garðinum hennar. Barna­barn hennar brenndist á fótum við garð­vinnu en sex ár eru síðan annað barna­barn hennar brenndist illa á höndum vegna plöntunnar. Hún segist þreytt á því sem hún segir slæma um­hirðu bensín­stöðvarinnar N1 um lóð fyrir­tækisins, þaðan sem hún segir bjarnar­klóna koma.

Slasaðist í Kerlingar­fjöllum

Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út um kvöld­matar­leytið vegna konu sem slasaðist í Kerlingar­fjöllum.

Göngin opin aftur eftir óhapp

Hval­fjarðar­göng voru lokuð  í rúma klukkustund eftir umferðaróhapp sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Þau hafa nú verið opnuð aftur.

Dani er orðinn milljóna­mæringur

Heppinn Dani var einn með fyrsta vinning í út­drætti kvöldsins í Vikinglottó og hlýtur hann rúmar 432 milljónir króna í vinning.

Ó­tækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffi­bolla íbúa

Fram­kvæmda­stjóri Norður­flugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starf­semi fyrir­tækisins á Hólms­heiði. Skiljan­legt sé að í­búar séu þreyttir á há­vaða­mengun af völdum þyrlu­um­ferðar en fyrir­tækið lúti nú­verandi flug­ferlum og ráði ekki flug­leiðum inn á og út af Reykja­víkur­flug­velli.

Mælingar á ís­lensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkni­efna

Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkni­efna vera farin að færast aftur í aukana hér­lendis eftir heims­far­aldur. Lög­regla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkni­efnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuð­borgar­búa að neyslan sé mikil og sam­bæri­leg við fíkni­efna­neyslu í er­lendum stór­borgum.

Sjá meira