Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hættir sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í ríkisstjórn

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta sem formaður ef flokkur hennar kemst ekki í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Hún útilokar ekki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki, en viðurkennir að samstarf með flokknum myndi reynast erfitt.

Einn látinn og 23 saknað eftir flóðhestaárás

Eins árs drengur er látinn og 23 er saknað eftir að flóðhestur réðst á bát í Malaví í gær og hvolfdi honum. Björgunarsveitir leita að fólkinu en litlar líkur eru taldar á því að nokkur finnist á lífi.

Á von á mörgum sólardögum í sumar

Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum.

Þrennir þríburar fæddust um páskana

Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári.

Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart

„Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum.

Rang­færslur alls­ráðandi í um­ræðu um um­deilt frum­varp

Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs.

Ganverskur rappari stefnir Drake

Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins.

Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla

Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. 

Sjá meira