Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við verðum að gera betur“

Lofts­lags­ráð og Náttúru­verndar­­sam­tök Ís­lands gagn­rýna stjórn­völd fyrir ó­­­skýr mark­mið í lofts­lags­­málum á sama tíma og losun gróður­húsa­­loft­­tegunda eykst gríðar­­lega hratt eftir heims­far­aldur. Ráð­herra tekur undir þetta og vill gera betur.

Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flug­völl Evrópu

Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 

Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk

Lög­maður hefur á­hyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningar­frelsis og hatur­s­orð­ræðu of langt í átt að vin­sælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjól­stæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans­ fólk sem Sam­tökin ’78 segja full af hatri og grafa undan til­vist þess.

Flugmenn SAS í verkfall

Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 

Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu

Ný­sköpunar­ráð­herra hefur aug­lýst starf til um­sóknar þar sem ekki er krafist ís­lensku­kunn­áttu sem ís­lensk mál­nefnd segir stangast á við lög. Ráð­herra vísar því á bug.

Efast um að ný starfs­aug­lýsing Ás­laugar Örnu sam­ræmist lögum

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 

Líst ekkert á vef­­söluna og vill skerpa á lögum

Þing­­maður Vinstri grænna segir flokkinn mót­­fallinn því að heimila vef­­sölu með á­­fengi. Réttara væri að herða lög­­gjöfina til að koma í veg fyrir að Ís­­lendingar geti stofnað fyrir­­­tæki er­­lendis og selt á­­fengi inn á ís­­lenskan markað.

„Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“

Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu.

Ís­lendingar slá alls konar met í ferða­lögum

Ís­lendingar eru að slá öll met í ferða­lögum til út­landa og í fjölda gisti­n­átta innan­lands. For­stjóri Icelandair telur að tafir á flug­völlum víða um heim vegna mann­eklu lagist ekki fyrr en í vetur.

Sjá meira