Hættustig lækkað á tveimur svæðum Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum. Á öðrum svæðum er hættumatið það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærkvöldsins. 3.3.2024 12:14
Vonir bundnar við vopnahlésviðræður í dag Búist er við að sáttasemjarar frá bæði Ísrael og Hamas gangi til vopnahlésviðræðna í Kaíró í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin hygðust henda neyðarbirgðum úr lofti yfir Gasa. 3.3.2024 11:57
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3.3.2024 10:37
Skiptar skoðanir netverja á sigrinum: „Meðalgreinda þjóð“ Hera Björk bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í gærkvöldi. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið á sigri hennar en stór hópur fólks lét í sér heyra á X, áður Twitter, eftir að úrslitin voru ljós. 3.3.2024 09:42
Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3.3.2024 08:39
Upplifir alls ekki að forysta VG sé ekki nógu sterk Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan í kosningum í dag. Þingflokksformaður VG telur að flokkurinn sé ekki að ná í gegn með þær áherslur og þann árangur sem náðst hefur meðan flokkurinn hefur setið við ríkisstjórnarborðið. 3.3.2024 08:09
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2.3.2024 13:44
Tískudrottingin Iris Apfel látin Bandaríski innanhússhönnuðurinn og tískugoðsögnin Iris Apfel er látin. Hún var 102 ára. 2.3.2024 10:00
Lýsir yfir stuðningi við Bashar: „Ætlum við aldrei að læra neitt?“ Þröstur Leó Gunnarsson leikari fór hörðum orðum um þátttöku Íslands í Eurovision í ljósi átakanna á Gasa í stuðningsyfirlýsingu við Palestínumanninn Bashar Murad, sem hann birti á TikTok reikningi dóttur sinnar í gærkvöldi. 2.3.2024 08:56
Bjart en kalt í veðri í dag Hæð verður yfir landinu í dag og fremur hæg breytileg átt. Austast verður allhvöss norðanátt fram yfir hádegi. Víða verður léttskýjað og kalt í veðri. 2.3.2024 07:52