Staðfestir ekkert um lekann: „Opnar maður ekki jólapakkann á aðfangadag?“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona og einn skipuleggjenda Söngvakeppni Sjónvarpsins, hvetur fólk til þess að fylgjast með sérstökum kynningarþætti fyrir keppnina í kvöld, þar sem til stendur að afhjúpa þau lög sem keppast um að verða framlag Íslands til Eurovision í ár. Fyrr í dag var greint frá því að lögunum í keppninni hefði verið lekið. 5.2.2022 13:12
Hádegisfréttir Bylgjunnar Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila þar sem vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem getur reynst köfurum hættulegt að komast að og veðurskilyrði verða slæm næstu daga. 5.2.2022 11:55
Andlát vegna Covid-19 á Landspítala Kona á sjötugsaldri lést í gær á gjörgæslu Landspítalans vegna veikinda af völdum Covid-19. 5.2.2022 11:45
Aflétta heimsóknarbanni og opna alla þjónustu í næstu viku Mikið hefur mætt á starfsfólki hjúkrunarheimila að undanförnu, vegna sóttkvíar og einangrunar starfsfólks. Framkvæmdastjóri segir þó bjartari tíma fram undan og stefnt er á að aflétta ýmsum skerðingum innan veggja hjúkrunarheimilisins. 5.2.2022 11:08
Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5.2.2022 08:57
Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5.2.2022 07:58
Víða hvasst í dag og snjókoma á flestum stöðum Búast má við austlægri átt, sums staðar allhvassri eða hvassri, en hægari á Norður- og Austurlandi í dag. Snjókoma með köflum í flestum landshlutum. 5.2.2022 07:26
Covid-sjúklingur tekinn fastur fyrir utan sóttvarnahótel Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Covid-smitaðan einstakling í annarlegu ástandi fyrir utan sóttvarnarhótel í Hlíðahverfi. Viðkomandi var vistaður í fangeklefa þar sem hann var ekki talinn í ástandi til þess að dvelja á hótelinu. 5.2.2022 07:16
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3.2.2022 23:15
Leggja til prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mun á fulltrúaráðsfundi næskomandi fimmtudag leggja til að boðað verði til almenns prófkjörs flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 3.2.2022 23:11