

Gengi hlutabréfa í Existu endaði í tuttugu prósenta plús og sex aurum á hlut eftir nokkrar sveiflur. Þegar best lét í byrjun dags rauk það upp um 100 prósent, úr fimm aurum í tíu.
Gengi hlutabréfa í Existu rauk úr fimm aurum í tíu í tveimur viðskiptum upp á 50 þúsund krónur í fyrstu viðskiptunum í Kauphöllinni í dag. Það jafngildir 100 prósenta hækkun. Þá hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum um 8,78 prósent, Straums um 1,75 prósent og Bakkavarar um 0,56 prósent.
Ríkisstjórn George W. Bush, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur ekki nægan stuðning öldungadeildarþingmanna vestanhafs til að búa til embætti aðgerða- eða skiptastjóra, sem muni knýja bílarisana General Motors og Chrysler í þrot nái stjórnendur fyrirtækjanna ekki að leggja fram nýja rekstraráætlun í mars á næsta ári.
Gengi hlutabréfa í Existu féll um 64,29 prósent í dag og endaði í fimm aurum á hlut. Gengi bréfa í félaginu, sem fór úr níu vikna salti Fjármálaeftirlitsins í gær og verður tekið af markaði á föstudag, hefur aldrei verið lægra.
Bandarískir þingmenn ákveða í dag hvort hið opinbera veiti bandarísku bílarisunum General Motors og Chrysler fimmtán milljarða dala til að komast yfir erfiðasta hjallann og forða þeim frá gjaldþroti.
Íslenska krónan er ekkert eyland því gengi breska pundsins hefur lækkað talsvert upp á síðkastið. Er nú svo komið að það hefur aldrei verið lægra gagnvart evru og öðrum gjaldmiðlum.
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,27 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni og Straums um 0,68 prósent. Á sama tíma féll verðmæti bréfa í Existu úr 14 aurum í 10, eða um rúm 28 prósent.
Seðlabankinn hefur frestað veðkalli á hendur Sparisjóðabankanum (áður Icebank) sem taka átti gildi í dag. Fresturinn er til 28. janúar á næsta ári.
Breska hagkerfið dróst saman um eitt prósent frá september fram í enda nóvember, sam kvæmt nýbirtum gögnum bresku hagstofunnar. Dragist hagvöxtur saman tvo fjórðunga í röð má segja að samdráttarskeið sé runnið upp, samkvæmt þumalfingursreglum. Sú stund er nú næstum runnin upp í Bretlandi en hagkerfið dróst saman um hálft prósentustig á þriðja ársfjórðungi.
Alþingi samþykkti á föstudag þingsályktun sem heimilar ríkisstjórninni að ganga til samninga um Icesave málið. Forsenda þeirra viðræðna er að Íslendingar ábyrgist innistæður á reikningum upp að 20.887 evrum á hvern reikning. Málið tengist náið efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum þjóðum. En sem kunnugt er fékkst sú aðstoð ekki fyrr en Icesave málinu var landað.
Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu.
Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 97,8 prósent og bréf Straums 64,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf beggja félaga hafa verið á salti í rúma tvö mánuði.
Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir.
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, stökk upp um 19,85 prósent í Kauphöllinni á miklum uppsveifludegi í dag. Á eftir fylgdu bréf Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 9,65 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 8 prósent, Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,66 prósent og Össur, en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,17 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,76 prósent.
Eyrir Invest varð ekki fyrir skakkaföllum af völdum bankahrunsins í byrjun október. Félagið hefur náð samkomulagi um að taka yfir hlut Nýja Landsbankans (NIB) í London Acquisition í hollensku iðnsamsteypunni Stork. Félagið er í eigu Landsbankans, Eyris og breska fjárfestingafélagsins Candover.
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur rokið upp um 4,14 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur, sem hefur hækkað um 1,67 prósent. Þá hefur gengi Bakkavarar hækkað um 0,67 prósent.
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám.
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,74 prósent í Kauphöllinni það sem af er dags. Gengi bréfanna hefur rokið upp síðasta mánuðinn, eða um 80 prósent.
Gengisvísitala krónunnar hefur styrkst um fimm prósent á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur hún í 218 stigum. Þessu samkvæmt hefur gengið styrkst um þrettán prósent frá því krónunni var fleytt í gær.
Eftir tiltölulega rólegan dag á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag tók gengið dýfu skömmu fyrir lokun viðskipta. Tölur um atvinnuleysi vestra í síðasta mánuði verða birtar á morgun og skýrir það dýfuna að mestu.
Gengi krónunnar styrktist um tæp 3,9 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og endaði gengisvísitalan í 239,94 stigum. Þegar mest lét styrkist hún um rúm sex prósent.
Gengi hlutabréfa í Atorku rauk upp um 30,9 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Hafa ber í huga að aðeins þrjú viðskipti upp á rúmar 203 þúsund krónur standa á bak við stökkið.
Evrópski seðlabankinn hefur fetað í fótspor seðlabanka Englands og Svíþjóðar og lækkað stýrivexti. Vextirnir fara við þetta úr 3,25 prósentum í 2,5 prósent.
Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta og fara vextirnir við það úr þremur prósentum í tvö. Þeir voru síðast lækkaðir svo mikið í einu skrefi árið 1939, eða um svipað leyti og seinni heimsstyrjöldin skall á.
Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,18 prósent frá því hún var sett á flot í morgun og hangir gengisvísitalan við 250 stigin. Skilaskylda setur mark sitt á viðskipti með krónuna, sem eru aðeins brot af því sem var fyrir bankahrunið.
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur lækkað um 0,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í dag. Þá fylgir Bakkavör fast á eftir með 0,61 prósent lækkun.
Þýski milljarðamæringurinn Adolf Merckle hefur látið lyklavöldin á fyrirtækjasamstæðum sínum hendur viðskiptabanka fyrirtækisins. Ástæðan er skuldafen sem fyrirtækið sök í eftir að það reyndi að skortselja hlutabréf í Volkswagen.
Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar. Financial Times reiknar með hrinu stýrivaxtalækkana í Evrópu í dag.
Gengi hlutabréfa hækkaði undir lok viðskiptadagsins í Bandaríkjunum en fjárfestar þykja bjartsýnir á að stjórnvöld vestra komi bílaframleiðendum til bjargar úr þeim fjárhagskröggum sem þeir sitja fastir í. Verði ekkert að gert hafa stjórnendur fyrirtækjanna lýst því yfir að fátt komi í veg fyrir að þau keyri í þrot á nýju ári.
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,21 prósent í Kauphöllinni í fjórum viðskiptum upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er mesta og önnur hækkun dagsins en á hæla félagsins fylgir Færeyjabanki, sem hefur hækkað um 1,54 prósent.