Birtist í Fréttablaðinu


Bið eftir viðbrögðum
Utanríkisráðherra tjáir sig ekki um mál Julian Assange að svo stöddu. Félag fréttamanna á RÚV fundar um málið og stjórn BÍ fjallar um málið eftir páska.

Komin með skólavist en eftir situr krafa móður um ráðgjöf sem hentar
Ellefu ára gömul einhverf stúlka er nú komin aftur með skólavist eftir að foreldrar hennar fengu tilkynningu í síðustu viku um að grunnskólinn sem hún gekk í treysti sér ekki lengur til að tryggja öryggi hennar eða starfsmanna skólans.

Yfirlýsing meirihluta sögð ljót og taktlaus
Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar varar við mýtum og fordómum í garð geðfatlaðra í yfirlýsingu vegna undirskriftasöfnunar íbúa í Seljahverfi. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir viðbrögðin taktlaus.

Nokkur fjöldi bíður enn
Allar áætlanir til og frá Keflavíkurflugvelli stóðust í gær. Rúmlega 3.600 farþegar Icelandair sátu fastir vegna veðurs á föstudaginn og fram á seinnipartinn á laugardaginn.

Katie og svartholið
Í síðustu viku birtist í fyrsta skipti mynd af svartholi. Strax á eftir birtist mynd af ungri konu ásamt skjá með myndinni af svartholinu. Það fór ekki fram hjá neinum sem virti myndina af henni fyrir sér hversu stolt og ánægð hún var.

Prófessor við Stanford sagður hafa aðstoðað við umdeilda tilraun
Stanford-háskóli í Kaliforníu hefur hafið athugun á því hvort einn af starfsmönnum háskólans hafi aðstoðað kínverska erfðafræðinginn He Jiankui við að breyta erfðum tveggja lífvænlegra fósturvísa sem síðar urðu að tveimur stúlkubörnum.

Síðasta öskrið
Ekki veit ég hvort það var einhvers konar evrópskur símapakki, fyrsti, annar, þriðji eða fjórði, sem gerði það að verkum að fyrir nokkru uppgötvaði maður á ferðalagi að hægt var að nota símann og netið hvar sem er í Evrópu án þess að borga aukalega fyrir það.

Kyrravika
Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn.“ (Mt 21:8) Er það nákvæmlega þarna sem kyrravika hefst? Í ókyrrð þeirri er skapast þegar Jesús ríður inn í Jerúsalem og fólkið fagnar honum. Svo sem lýst er.

Leiðin er greið
Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs.

Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi
Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu.

Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum
Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023.

Atkvæðagreiðslu VR um lífskjarasamning lýkur í dag
Formaður VR segist treysta félagsmönnum sínum til að taka upplýsta ákvörðun í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning. Þeir geri sér líka grein fyrir því hvaða þýðingu það hefði að hafna samningnum.

Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur.

Ávarpaði þróunarnefnd
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þróunarnefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi hennar í Washington um helgina.

Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval
Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum.

Svartir og sætir páskar Ásdísar Ránar
Athafnakonan Ásdís Rán hefur haslað sér völl á íslenskum blómamarkaði með svörtum, lífseigum rósum sem hún tengir nú við páskana með svörtum súkkulaðieggjum sem Hafliði Halldórsson konfektgerðarmaður hannaði sérstaklega fyrir hana.

Draumur sem varð að veruleika
Eva Bjarnadóttir, listakona á Fagurhólsmýri, hlaut nýlega Menningarverðlaun Hornafjarðar fyrir að ráðast í upplyftingu gamals sláturhúss og gæða það nýju lífi.

Erfiðustu mögulegu aðstæður
Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst.

Hin þungu kolefnisspor nautakjötsins
Kolefnisfótspor og skaðleg áhrif þeirra á umhverfið eru starfsfólki EFLU verkfræðistofu ofarlega í huga ekki síst eftir að byrjað var að mæla dýpt kolefnisspora mötuneytismatseðils fyrirtækisins.

Cardiff rær lífróður næstu fjórar vikurnar
Örlög Cardiff með Aron Einar Gunnarsson innanborðs í úrvalsdeildinni ráðast á næstu vikum. Fimm stig skilja að Cardiff og næsta lið fyrir ofan þegar sex umferðir eru eftir en næstu fjórir leikir skera úr um hvort liðið falli.

Fær skýrslu um starfsgetumat eftir páska
Starfshópur félagsmálaráðherra um endurskoðun almannatryggingakerfisins mun skila skýrslunni eftir páska. ÖBÍ og ASÍ skrifuðu ekki undir skýrsluna.

Mammon verði ekki sinnt á helgidögum
Alþýðusamband Íslands leggst gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um helgidagafrið. Kirkjuþing hefur þegar lagt blessun sína yfir breytingarnar. Lögfræðingur ASÍ segir „frelsi“ ekki duga sem rök í málinu.

Taconic keypti fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða
Seljandi hlutabréfanna var eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti hluthafi bankans.

Þetta er ekki bara reykvísk saga
Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla.

Ætti að vera jafn auðvelt að fá hjálp og að fara á kaffihús
Bergið, stuðningssetur fyrir ungt fólk, verður rekið í anda Headspace-hugmyndafræðinnar sem byggir á því að ungt fólk geti leitað sér aðstoðar án skilyrða og því sé tekið af hlýju og skilningi.

Flýta frumvarpi um erlendar sendingar
Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið.

Rukka Assange um málskostnað
Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum.

Skrautleg ummæli í kosningabaráttu BJP
Frambjóðendur BJP, flokks Narendras Modi, forsætisráðherra Indlands, vekja athygli fyrir ummæli sín á öðrum degi þessara stærstu kosninga mannkynssögunnar.

Bólgulögmálið
Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út.