Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Fallið frá málaferlum gegn LBI

Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar króna verði greiddir til eignarhaldsfélagsins LBI í næsta mánuði eftir að fallið var frá málaferlum í deilu félagsins og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford fyrr í mánuðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar

Dómi héraðsdóms, þar sem ógilt var staðfesting ríkissaksóknara á ákvörðun lögreglu um að hefja ekki rannsókn á röngum sakargiftum stjórnenda Seðlabankans, hefur verið áfrýjað. Dómurinn gengur gegn fordæmi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Læknafélagið skoðar greiðslur til verktaka

Læknafélag Íslands segir það ekki geta staðist að ódýrara sé fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, þvert á fullyrðingar framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Innlent
Fréttamynd

Fólk getur sleppt fram af sér beislinu

Rauða skáldahúsið er yfirskrift ljóðakvölds í Iðnó á skírdag. Dagskráin er í ætt við kabarett því að auk ljóðanna er þar sirkuslistafólk, lifandi tónlist og dans. Aðalskáld kvöldsins er Sjón.

Lífið
Fréttamynd

Óumflýjanlegur sigur Sisi í forsetakosningum

Forsetakosningar í Egyptalandi standa nú yfir. Nær öruggt að Sisi nái endurkjöri. Andstæðingur sagður leiksoppur stjórnvalda, er stuðningsmaður Sisi. Stjórnarandstæðingum meinað að bjóða siForsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. fram. Lokað á gagnrýna fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Tölvurnar að þurrka út sýningarstjórana

Stafrænar tækniframfarir á sýningum bíómynda hafa á síðustu árum nánast gert út af við hið lögverndaða starf sýningarstjóra í kvikmyndahúsum. Formaður Félags sýningarstjóra segir félagsmönnum hafa fækkað og tölvurnar tekið yfir.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkdómsgreiningin var lán í óláni

Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er samfélagsmiðlastjarna með mikilvæg skilaboð. Hún barðist árum saman við lotugræðgi, hannar nú vinsælan íþróttafatnað og vill afhjúpa kolranga mynd af útliti kvenna fyrir unglingum.

Lífið
Fréttamynd

Amish fólkið lifir lengur

Samkvæmt nýrri rannsókn er Amish fólkið í Bandaríkjunum heilsubetra þegar það eldist en aðrir Bandaríkjamenn. Amish fólkið á mun síður hættu á að fá hjartasjúkdóma, krabbamein og sykursýki en aðrir og ofþyngd er nánast óþekkt fyrirbæri. Nútímaþægindi eru hins vegar bönnuð.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar vegg á eigin lóð til að leysa ljósmengun

Formaður húsfélags stendur fast við að hann hafi óskað viðtals við bæjarstjóra Kópavogs vegna deilu um bílageymslu þótt bæjarstjórinn kannist ekki við það. Bærinn bjóði enn óásættanlega lausn í málinu og megi því búast við dómsmáli.

Innlent
Fréttamynd

Sam Smith þakkaði Ingibjörgu Jónu fyrir sönginn

Stórstjarnan Sam Smith hélt tónleika í Glasgow um helgina og sendi hjartnæma kveðju eftir þá á Instagram þar sem hann þakkaði Ingibjörgu Jónu Guðrúnardóttur fyrir ást hennar og þekkingu á lögunum sínum. "Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn.

Lífið
Fréttamynd

Vill breytingar á vegalögum

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu undan rannsókn vegna anna

Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki, Samherji, Síldarvinnslan og Gjögur, voru til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna gruns um samkeppnishamlandi samráð. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins var hætt vegna anna við við skoðun á samrunum annarra fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum

Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum

Innlent
Fréttamynd

Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð

Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot

Formaður Félags framhaldsskólakennara segir áhyggjuefni ef skólastjórnendur eru úrræðalausir til að takast á við alvarleg brot eftir álit umboðsmanns Alþingis. Brottvísun pilts fyrir stafrænt kynferðisofbeldi og vopnaburð var ólögmæt. Ráðherra boðar skoðun á verklagi.

Innlent
Fréttamynd

Skilur alveg af hverju fólk starir á hana

Ingibjörg Eyfjörð er óhrædd við að vera öðruvísi og eltist ekki við tískustrauma. Hún segir gjarnan starað á sig vegna útlits og skilur það vel. Einu sinni var hún viss um að fólk væri að dæma hana.

Lífið
Fréttamynd

Ferðast fyrir tíu milljónir króna

Alls nam ferðakostnaður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um tíu milljónum króna á síðasta ári en listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu var lagður fram á borgarráðsfundi á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Hétu því að heimsækja Tyrkland aldrei aftur

Fimm ár eru liðin frá því Davíð Örn Bjarnason losnaði úr farbanni í Tyrklandi eftir að hafa verið handtekinn grunaður um smygl á fornmun. Málið var hið undarlegasta frá upphafi til enda. 375 daga skilorðsbundið fangelsi var refsing Davíðs fyrir kaupin

Innlent