Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lifðu af tvö flug­slys sama daginn á Mosfellsheiði

Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl.

Lífið
Fréttamynd

Fer fram á stjórnsýsluúttekt á að­draganda lokunarinnar

Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið

Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. 

Neytendur
Fréttamynd

Vænta þess að hagnast ár­lega um nærri hálfan milljarð af leigu á þremur vélum

Með nýju samkomulagi um leigu á þremur vélum úr flota sínum fram til ársins 2027 hafa stjórnendur Play væntingar um að það muni skila sér í árlegum hagnaði fyrir flugfélagið upp á liðlega eina milljón Bandaríkjadala fyrir hverja vél. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri þrjátíu prósent eftir að félagið kynnti uppgjör sitt í byrjun vikunnar en fjárfestar telja víst að þörf sé á auknu hlutafé fyrr en síðar.

Innherji
Fréttamynd

Mokum ofan í skotgrafirnar

Það var árið 2016 að Reykjavíkurborg keypti land í Skerjafirði af íslenska ríkinu. Tilgangurinn var að nota þetta frábæra byggingarland fyrir íbúðir í ört stækkandi borg sem Reykjavík sannarlega er. Það var sett í gang samkeppni og tillaga ASK arkitekta stóð upp að mati dómnefndar og vinna gat hafist.

Skoðun
Fréttamynd

Play í sögu­legri lægð eftir merkingu Kauphallar

Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða

Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessi að­gangur hefur bara víst valdið tjóni“

Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Farþegaþota brot­lenti og hafnaði á hvolfi

Flugvél hafnaði á hvolfi þegar hún brotlenti á Pearson-flugvellinum í Toronto í Kanada. 80 manns voru um borð í vélinni og minnst fimmtán þeirra eru slasaðir, þar af minnst þrír alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Fella fjögur­hundruð tré í von um að flug­braut fáist opnuð

Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum.

Innlent
Fréttamynd

Boðar bætta arð­semi Play með út­leigu á vélum en úti­lokar ekki hluta­fjáraukningu

Rekstrarafkoma Play batnaði nokkuð á fjórða ársfjórðungi 2024, meðal annars vegna hærri meðaltekna og aðhaldsaðgerða, en niðurfærsla á skattalegri inneign veldur því að heildartapið jókst talsvert milli ára og eigið fé flugfélagsins er því neikvætt um áramótin. Forstjóri Play útilokar ekki hlutafjáraukningu á næstunni en segir hins vegar rekstrarhorfurnar hafa tekið miklum framförum og nýtt samkomulag um leigu á þremur vélum til ársins 2027 eigi eftir að skila félaginu fyrirsjáanleika og arðsemi í samræmi við áður útgefnar áætlanir.

Innherji
Fréttamynd

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið

Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 

Neytendur