Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vill að nýtt flug­fé­lag taki á loft næsta sumar

Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm prósenta aukning í septem­ber

Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stór­tap Air Greenland vegna aflýstra flug­ferða til Nuuk

Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna

Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti fuglinn floginn

Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar.

Innlent
Fréttamynd

Segir lítinn sóma af verð­hækkunum Icelandair

Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða.

Neytendur
Fréttamynd

Flogið á ný í München eftir mögu­legt drónaflug

Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Stólarnir fastir í München

Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjálfsát Sjálf­stæðis­manna

Svo virðist sem stærsta hættan sem stafar að Sjálfstæðisflokknum í borginni sé – einu sinni sem oftar – flokkurinn sjálfur og þeir flokkadrættir sem tíðkast hafa þar um áratugaskeið.

Innherji
Fréttamynd

Rauk upp úr flug­vél Jet2

Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist.

Innlent
Fréttamynd

Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug

Fyrrverandi forstjóri Play segir eðilegt að sögusagnir og getgátur fari á flug þegar stórt og þekkt félag fellur. Fólk telji að að baki maltneska dótturfélagi Play sé mikil og úthugsuð flétta. Málið sé þó allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play

Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri.

Innlent