Hvattir til að leggja tímanlega af stað Vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á Reykjanesbraut á morgun verður umferð að Keflavíkurflugvelli beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ. Leiðirnar verða merktar á staðnum. Innlent 10.10.2025 21:42
Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Vladímír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi þátt rússneskra loftvarna í hrapi aserskrar farþegaþotu í lofthelgi Rússlands í desember á síðasta ári. Þrátíu og átta fórust með flugvélinni. Erlent 10.10.2025 19:59
Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir. Viðskipti innlent 10.10.2025 15:01
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur 10.10.2025 14:21
Fimm prósenta aukning í september Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði. Viðskipti innlent 6. október 2025 08:11
Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni. Erlent 5. október 2025 22:40
Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag. Innlent 5. október 2025 20:01
Síðasti fuglinn floginn Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar. Innlent 5. október 2025 14:15
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Skoðun 5. október 2025 12:01
Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Neytendur 4. október 2025 21:31
Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu. Erlent 4. október 2025 10:37
Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Umfangsmikil flugslysaæfing verður haldin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helstu viðbragðsaðilar koma að æfingunni en gera má ráð fyrir að þátttakendurnir verði yfir þrjú hundruð. Innlent 4. október 2025 09:33
Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Innanstokksmunir úr höfuðstöðvum Play hafa þegar verið auglýstir til sölu, aðeins fjórum dögum eftir að tilkynnt var um að rekstri félagsins væri hætt. Uppgefið verð fyrir allt það sem hefur verið auglýst til sölu er 13,5 milljónir króna. Enn á þó eftir að verðleggja stóran sófa. Viðskipti innlent 3. október 2025 15:59
Stólarnir fastir í München Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum. Körfubolti 3. október 2025 13:30
Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Eva Brink hefur verið ráðin forstöðumaður rekstrarstýringar hjá Icelandair og Guðrún Olsen hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og umbreytinga. Viðskipti innlent 3. október 2025 12:59
Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Innviðaráðherra hefur breytt reglum um afskráningu loftfara þannig að framvegis þarf umráðamaður loftfara að leggja fram staðfestingu á að flugvallagjöld hafi verið greidd. Viðskipti innlent 3. október 2025 12:28
Sjálfsát Sjálfstæðismanna Svo virðist sem stærsta hættan sem stafar að Sjálfstæðisflokknum í borginni sé – einu sinni sem oftar – flokkurinn sjálfur og þeir flokkadrættir sem tíðkast hafa þar um áratugaskeið. Innherji 3. október 2025 11:15
Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Sautján flugferðir voru felldar niður og fimmtán vélum vísað annað eftir að loka þurfti flugvellinum í München í gærkvöldi, þegar drónar sáust við völlinn. Erlent 3. október 2025 06:42
Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. Innlent 2. október 2025 22:27
Rauk upp úr flugvél Jet2 Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist. Innlent 2. október 2025 21:40
„Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Lögfræðingur segir tilfærslu á starfsemi félags frá einu til annars vera skilgreint sem kennitöluflakk samkvæmt gjaldþrotalögum. Forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann hafnar sögusögnum um fyrirfram ákveðna fléttu. Viðskipti innlent 2. október 2025 19:04
Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Fyrrverandi forstjóri Play segir eðilegt að sögusagnir og getgátur fari á flug þegar stórt og þekkt félag fellur. Fólk telji að að baki maltneska dótturfélagi Play sé mikil og úthugsuð flétta. Málið sé þó allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér. Viðskipti innlent 2. október 2025 17:08
Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri. Innlent 2. október 2025 15:33
„Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Framkvæmdastjóri Birtu Lífeyrissjóðs telur enga ástæðu til að ætla að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í tengslum við flutning flugfélagsins Play til Möltu. Þá hafi fjárfestingu sjóðsins í flugfélaginu verið stýrt þar sem vitað var að hún væri áhættusöm. Viðskipti innlent 2. október 2025 12:09
208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Alls bárust Vinnumálastofunun fimm tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 208 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2. október 2025 11:31