Forseti Íslands Uppgangur Höllu Hrundar fari fyrir brjóstið á „valdastéttinni“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að það sem hún kallar íslensku valdastéttina sé orðin örvæntingarfull vegna niðurstaðna skoðanakannana. Hið háa fylgi Höllu Hrundar samkvæmt nýjustu tölum hafi farið fyrir brjóstið á þessari valdastétt. Innlent 27.4.2024 16:07 Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. Innlent 27.4.2024 11:10 Fimm af tólf skiluðu einungis rafrænum meðmælum Fimm af þeim tólf sem skiluðu framboðum sínum til forseta Íslands og lista yfir meðmælendur skiluðu einungis rafrænum meðmælum. Sjö frambjóðendur skiluðu bæði rafrænt og á pappír. Aldrei áður hafa svo margir skilað inn framboði til forseta Íslands. Innlent 26.4.2024 12:33 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. Innlent 26.4.2024 10:57 Svona var stemmningin á lokaspretti forsetaefnanna í Hörpu Tólf gengu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í Reykjavík fyrir hádegi í dag þar sem þau skiluðu inn framboði til embættis forseta Íslands, auk lista yfir meðmælendur. Innlent 26.4.2024 08:26 Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Innlent 25.4.2024 19:13 Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. Innlent 25.4.2024 14:50 Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga fer fram í dag frá klukkan tíu til fimm í Norræna húsinu. Innlent 24.4.2024 09:01 Fannst hennar tími vera kominn Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að henni hafi fundist hennar tími kominn í íslenskum stjórnmálum. Hún vill enn gera gagn til góðs og telur sig geta gert það í embætti forseta. Innlent 23.4.2024 21:30 Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ Innlent 23.4.2024 17:35 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. Innlent 22.4.2024 17:18 Skerjafjarðarskáldið segir Höllu Hrund eina með öllu Kristján Hreinsson skáld er einn eindregnasti stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur í baráttunni um Bessastaði og hann virkjar skáldagáfu sína henni til dýrðar. Innlent 22.4.2024 13:31 Þegar enginn heldur utan um þig Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Skoðun 22.4.2024 13:03 Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Innlent 21.4.2024 22:42 Fyrirliði Íslands Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Skoðun 20.4.2024 10:30 Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. Innlent 20.4.2024 10:11 Að taka afstöðu er einkamál hvers og eins Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi. Innlent 19.4.2024 21:01 Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. Innlent 19.4.2024 14:18 Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. Innlent 19.4.2024 11:10 Nýbökuðu hjónin kíktu í kaffi til Guðna Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Edgar Antonio eiginmaður hans fengu sér kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hjónin þakka Guðna góða gestrisni. Lífið 17.4.2024 20:19 Fengu sér miðnætursnarl í Skotlandi Eliza Reid forsetafrú og Una Sighvatsdóttir sérfræðingur forsetaembættisins fengu sér miðnætursnarl í opinberri ferð forseta Íslands til Skotlands í gærkvöldi. Una sló á létta strengi og birti mynd af þeim Elizu með sérfræðingi forsætisráðherra Skotlands. Lífið 17.4.2024 11:41 Stuðningur úr óvæntri átt „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Skoðun 17.4.2024 09:00 Forsetahjónin og Lilja halda til Skotlands Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna. Innlent 15.4.2024 11:18 „Stundum þarf enga bévítans heimild“ Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. Lífið 14.4.2024 14:28 Forsetinn í alls konar stellingum á Nesinu Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón fögnuðu með íbúum Seltjarnarnesbæjar á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli bæjarins á dögunum. Hjónin vörðu öllum deginum á Nesinu enda um stór tímamót að ræða og frábær stemning í bænum. Lífið 12.4.2024 13:28 Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. Innlent 12.4.2024 08:55 Byggja þurfi upp örugga framtíð fyrir börnin í Grindavík Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnt að leita allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík geti snúið þangað aftur og litið glaðan dag. Grindvíkingar kunni vel að meta samhuginn sem þjóðin hefur sýnt undanfarna mánuði. Innlent 10.4.2024 13:49 Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Innlent 9.4.2024 22:06 Ávarp Guðna: Greinamunur á að vera skráður á Ísland.is og vera í framboði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði fjölmiðla að loknum fyrri ríkisráðsfundi af tveimur sem fara fram á Bessastöðum í kvöld. Innlent 9.4.2024 20:28 Mótmælt við Bessastaði Nokkur fjöldi fólks kom saman við afleggjarann að Bessastöðum til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisráðsfundur hófst upp úr klukkan sjö í kvöld og tók Bjarni formlega við embætti forsætisráðherra. Innlent 9.4.2024 20:21 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 30 ›
Uppgangur Höllu Hrundar fari fyrir brjóstið á „valdastéttinni“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að það sem hún kallar íslensku valdastéttina sé orðin örvæntingarfull vegna niðurstaðna skoðanakannana. Hið háa fylgi Höllu Hrundar samkvæmt nýjustu tölum hafi farið fyrir brjóstið á þessari valdastétt. Innlent 27.4.2024 16:07
Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. Innlent 27.4.2024 11:10
Fimm af tólf skiluðu einungis rafrænum meðmælum Fimm af þeim tólf sem skiluðu framboðum sínum til forseta Íslands og lista yfir meðmælendur skiluðu einungis rafrænum meðmælum. Sjö frambjóðendur skiluðu bæði rafrænt og á pappír. Aldrei áður hafa svo margir skilað inn framboði til forseta Íslands. Innlent 26.4.2024 12:33
„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. Innlent 26.4.2024 10:57
Svona var stemmningin á lokaspretti forsetaefnanna í Hörpu Tólf gengu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í Reykjavík fyrir hádegi í dag þar sem þau skiluðu inn framboði til embættis forseta Íslands, auk lista yfir meðmælendur. Innlent 26.4.2024 08:26
Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Innlent 25.4.2024 19:13
Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. Innlent 25.4.2024 14:50
Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga fer fram í dag frá klukkan tíu til fimm í Norræna húsinu. Innlent 24.4.2024 09:01
Fannst hennar tími vera kominn Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að henni hafi fundist hennar tími kominn í íslenskum stjórnmálum. Hún vill enn gera gagn til góðs og telur sig geta gert það í embætti forseta. Innlent 23.4.2024 21:30
Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ Innlent 23.4.2024 17:35
Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. Innlent 22.4.2024 17:18
Skerjafjarðarskáldið segir Höllu Hrund eina með öllu Kristján Hreinsson skáld er einn eindregnasti stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur í baráttunni um Bessastaði og hann virkjar skáldagáfu sína henni til dýrðar. Innlent 22.4.2024 13:31
Þegar enginn heldur utan um þig Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Skoðun 22.4.2024 13:03
Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Innlent 21.4.2024 22:42
Fyrirliði Íslands Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Skoðun 20.4.2024 10:30
Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. Innlent 20.4.2024 10:11
Að taka afstöðu er einkamál hvers og eins Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi. Innlent 19.4.2024 21:01
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. Innlent 19.4.2024 14:18
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. Innlent 19.4.2024 11:10
Nýbökuðu hjónin kíktu í kaffi til Guðna Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Edgar Antonio eiginmaður hans fengu sér kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hjónin þakka Guðna góða gestrisni. Lífið 17.4.2024 20:19
Fengu sér miðnætursnarl í Skotlandi Eliza Reid forsetafrú og Una Sighvatsdóttir sérfræðingur forsetaembættisins fengu sér miðnætursnarl í opinberri ferð forseta Íslands til Skotlands í gærkvöldi. Una sló á létta strengi og birti mynd af þeim Elizu með sérfræðingi forsætisráðherra Skotlands. Lífið 17.4.2024 11:41
Stuðningur úr óvæntri átt „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Skoðun 17.4.2024 09:00
Forsetahjónin og Lilja halda til Skotlands Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna. Innlent 15.4.2024 11:18
„Stundum þarf enga bévítans heimild“ Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. Lífið 14.4.2024 14:28
Forsetinn í alls konar stellingum á Nesinu Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón fögnuðu með íbúum Seltjarnarnesbæjar á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli bæjarins á dögunum. Hjónin vörðu öllum deginum á Nesinu enda um stór tímamót að ræða og frábær stemning í bænum. Lífið 12.4.2024 13:28
Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. Innlent 12.4.2024 08:55
Byggja þurfi upp örugga framtíð fyrir börnin í Grindavík Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnt að leita allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík geti snúið þangað aftur og litið glaðan dag. Grindvíkingar kunni vel að meta samhuginn sem þjóðin hefur sýnt undanfarna mánuði. Innlent 10.4.2024 13:49
Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Innlent 9.4.2024 22:06
Ávarp Guðna: Greinamunur á að vera skráður á Ísland.is og vera í framboði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði fjölmiðla að loknum fyrri ríkisráðsfundi af tveimur sem fara fram á Bessastöðum í kvöld. Innlent 9.4.2024 20:28
Mótmælt við Bessastaði Nokkur fjöldi fólks kom saman við afleggjarann að Bessastöðum til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisráðsfundur hófst upp úr klukkan sjö í kvöld og tók Bjarni formlega við embætti forsætisráðherra. Innlent 9.4.2024 20:21