Börn og uppeldi

Fréttamynd

Staf­rænn for­eldra­fundur um net­öryggi barna, þér er boðið

Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju kæra barn

Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar kemur að réttindum barna erum við öll í sama liði

Í tilefni af Alþjóðadegi barna frumsýnir UNICEF á Íslandi áhrifamikið myndband á Vísi sem er framleitt í samstarfi við nafnana Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason. Myndbandið er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF í tilefni dagsins. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.

Lífið
Fréttamynd

Barna­lán vinstri­stjórnar Fjarða­byggðar

Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð.

Skoðun
Fréttamynd

Styrk­leikar eru öflugt verk­færi

Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar og á­byrgð RÚV!

Um þessar mundir sýnir RÚV þáttaröðina „Börnin okkar“ sem byggir á hugmynd Gunnþórunnar Jónsdóttur og Hermundar Sigmundssonar. Fjórði þáttur [frumsýndur 6. nóvember] bar heitið „Greiningar“ og reyndist svo stútfullur af einhliða fullyrðingum og áróðri gegn greiningum og lyfjameðferð að mér varð orða vant.

Skoðun
Fréttamynd

Stóð frammi fyrir því að loka eða fara alla leið

Árið 2007 kviknaði hugmynd hjá Krisztinu G. Agueda sem í ár varð loksins að veruleika. Hugmyndin er Fjölskylduland, staður þar sem tilvonandi foreldrar og foreldrar ungra barna geta komið saman og einnig sótt sér fræðslu.

Lífið
Fréttamynd

Satt, hálf­satt og ó­satt í um­ræðu um læsis­kennslu á Ís­landi: Stríð og friður um læsis­kennslu í ís­lenskum skólum

Umræðan um læsiskennslu í íslenskum grunnskólum tekur stundum á sig undarlegar myndir. Flest skólafólk man eflaust eftir því þegar reynt var að hasla þjóðarátaki um læsi völl, haustið 2015, með áhlaupi á þróunarstarf undir merkjum Byrjendalæsis og gera um leið lítið úr faglegum heilindum og dómgreind kennara og skólastjóra sem innleitt höfðu verkefnið.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um skóla­mál­tíðir á réttum for­sendum

Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Bindur vonir við nýjan skóla

„Það er bara svo mikilvægt að minna fólk á þetta. Einelti er aldrei boðlegt,“ segir Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, 12 ára stúlku sem lögð var í hrottalegt einelti af samnemendum sínum í Hraunvallaskóla og reyndi að svipta sig lífi í kjölfarið. 

Innlent
Fréttamynd

Á­skoranir í ein­eltis­for­vörnum

Einelti er alvarleg tegund ofbeldis sem hefur víðtækar samfélagslegar afleiðingar og börn sem eru beitt einelti geta glímt við afleiðingar þess ævilangt. Eineltisforvarnir eru lýðheilsumál enda getur einelti haft áhrif á lífsgæði og heilsu bæði þolenda og gerenda til lengri og skemmri tíma. Það getur einnig haft neikvæð áhrif á þau börn sem verða einungis vitni að eineltinu.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram ein­elti!

Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Verum fyrir­myndir – berjumst gegn ein­elti!

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn formlega hérlendis árið 2011 og hefur verið haldinn árlega síðan. Einelti kemur okkur öllum við og það er góð hugmynd að huga sérstaklega að því, til dæmis á eigin vinnustað, hvort forvarnir og viðbragðsáætlanir gegn einelti séu til staðar og uppfærðar. Þá vil ég einnig hvetja vinnustaði til þess að standa fyrir fræðslu og viðburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og samstöðu í tilefni dagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga

Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur.

Skoðun
Fréttamynd

Öll börn gera vel ef þau geta

Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis.

Skoðun
Fréttamynd

Er barnið mitt gerandi í ein­elti?

Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk.

Skoðun
Fréttamynd

Sló samnemanda með hamri

Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Rétt og rangt um Byrj­enda­læsi

Í þeirri umræðu sem undanfarið hefur skapast um læsi og lestrarkennslu meðal annars í kringum þingsályktunartillögu Flokks fólksins um að skylda alla skóla til að nota hljóðaaðferð við lestrarkennslu hefur enn og aftur komið fram gagnrýni á kennsluaðferðina Byrjendalæsi sem byggir á ranghugmyndum um aðferðina.

Skoðun
Fréttamynd

Auðurinn í drengjunum okkar

Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Nei, ekki barnið mitt!

„Barnið mitt leggur ekki aðra í einelti.“Þetta hugsum við flest um börnin okkar. Samt hefur að tæpur fjórðungur (23%) barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum sl. 12 mánuði samkvæmt nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Öskrandi stað­reynd

Árið 2014 svöruðu 81% barna því svo til að þau mætu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í könnun Rannsóknar og greiningar í fyrra voru einungis 57% barna sem töldu svo vera. Þetta er öskrandi staðreynd, 43% barna meta sína andlegu heilsu sína ekki góða.

Skoðun
Fréttamynd

Flestir eru þakk­látir fyrir fjöl­skylduna

Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna.

Skoðun