Börn og uppeldi

Fréttamynd

Skjánotkun barna – hver er ábyrgð foreldra?

Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega?

Skoðun
Fréttamynd

„Mjög íþyngjandi kostnaður“

Kostnaður við tannréttingar er íþyngjandi fyrir foreldra að mati stjórnarandstöðuþingmanns sem vill að þær verði gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um tannréttingar vegna fjárhags fjölskyldunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Það væri náttúrulega bara stórslys“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér.

Innlent
Fréttamynd

Koma snjall­tæki í veg fyrir sam­veru­stundir á þínu heimili?

Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta

Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár

Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Matarskortur – samvinnuverkefni þjóða

Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Hreyfihömluð börn komist oft ekki í bekkjarafmæli

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fær reglulega ábendingar um að fötluð börn verði út undan þegar barnaafmæli eru haldin á stöðum þar sem aðgengismál eru í ólestri. Þau fái boð en komist ekki líkt og hin börnin. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar segir að í dag sé engin afsökun fyrir lélegu aðgengi.

Innlent
Fréttamynd

Er barnið þitt eitt af þeim heppnu?

Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjörutíu börn komast ekki í skóla

Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið.

Innlent
Fréttamynd

Falskar spár um heims­endi voru kornið sem fyllti mælinn

Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva á þrítugsaldri. Hann segir kornið sem fyllti mælinn hafa verið fölsk spá um heimsendi. Hann segir söfnuðinn byggja einhverjar skoðanir sínar á hlutum sem eru alls ekkert í Biblíunni líkt og haldið er fram.

Innlent
Fréttamynd

Mjög dapurlegt að fjölskylda sé í þessari stöðu

Það er grafalvarlegt að mæður þurfi að flytja sig á milli landshluta til að fæða börn, þegar þjónustan ætti að vera til staðar í nærumhverfinu, að sögn formanns Læknafélags Íslands. Snjóhengja vofi yfir kerfinu þar sem kynslóð héraðslækna sem sættir sig við óboðlegar vinnuaðstæður sé á leið á eftirlaun.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar verði að setja börnum sínum skýrari ramma

Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir að þegar grunur vakni um einelti í barnahópi sé það lykilatriði grípa strax inn í til að passa að málin fái ekki að grasserast og þróast til verri vegar þar til þau verði hálf óviðráðanleg.

Innlent
Fréttamynd

Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar

Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Telur ein­eltis­mál ekki van­rækt af kerfinu

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að hugsa um yngstu börnin?

Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða.

Skoðun
Fréttamynd

„Mig langar næstum að gubba yfir þetta“

Formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir það vera ömurlegt að fordómafullum boðskap sé haldið að börnum í Vottum Jéhóva. Umdeilt kennslumyndband sé hreint út sagt ógeðslegt. Hún segir það mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum en finnst ástæða til að fylgjast með þróuninni hjá Norðmönnum í þessum efnum.

Innlent