Börn forrita til framtíðar Úlfur Atlason og Zuzanna Elvira Korpak skrifa 20. júní 2024 09:02 Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun