Gjaldþrot

Fréttamynd

Nauðungarsala á Hlemmi Square

Ríkisskattstjóri hefur farið fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rekur hostelið Hlemm Square á Laugavegi 105 verði boðið upp. Tilkynning þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja að Sveinn Andri leggi fram af­rit af milli­færslum vegna endur­greiðslunnar í þrota­búið

Lögmaður níu af þeim tíu kröfuhöfum sem gert hafa aðfinnslur við störf Sveins Andra Sveinssonar sem skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf. kveðst ekki sjá að ákvörðun dómara, um að Sveini Andra beri að greiða búinu til baka um 100 milljónir króna, sem hann hafði ráðstafað sem þóknunum til sín, byggist á persónulegri óvild dómarans í garð skiptastjórans.

Innlent
Fréttamynd

Arnar gjaldþrota

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, fjárfestir og fyrrverandi knattspyrnumaður, var úrskurðaður gjaldþrota í sumar og lýkur skiptum á búinu á næstu dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgaði sig að halda Sólningu í rekstri

Skiptastjóri Sólningar segir að það hafi verið rétt að halda rekstrinum gangandi. Útlit fyrir að heimtur verði mun betri en ella. Óhefðbundin leið sem fleiri skiptastjórar geta nýtt sér. Mikilvægt að þekking á rekstrinum sé til staðar til að verkefnið gangi upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boða nauðungarsölu á eignum Björns Inga

Sýslumaðurinn á Vesturlandi, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands hafa farið fram á að fjórar eignir fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar í Hvalfjarðarsveit verði seldar nauðungarsölu.

Viðskipti innlent