300 milljóna gjaldþrot Orange Project Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 17:14 Orange Project var fyrst til húsa að Ármúla 4 og 6, þar sem kaffihús var líka rekið. Þar voru höfuðstöðvar fyrirtækisins sem var með sex starfsmenn þegar kórónuveirufaraldurinn hófst. Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Tómas Hilmar Ragnarz, stofnandi og eigandi félagsins, tjáði Viðskiptablaðinu í desember að tap í dómsmáli gegn Reginn, leigusala fyrirtækisins, hefði gert útslagið. „Viðskiptin fóru niður hjá okkur um tæp 60% á árinu vegna Covid en ekki nægilega mikið til að komast inn í björgunarpakka stjórnvalda,“ sagði Tómas Hilmar við Viðskiptablaðið í desember. Reginn hefði neitað að semja um lækkun í verði í ljósi kórónuveirufaraldursins eða koma á annan hátt til móts við Orange Project. Aðrir leigusalar hafi sýnt aðstæðum meiri skilning. Tómas tjáði Fréttablaðinu síðasta sumar að Reginn hefði einhliða sagt upp leigusamningi og sett sig beint í samband við viðskiptavini Orange Project og boðið sambærileg kjör. Að lokum hafi deilurnar farið fyrir dóm þar sem málið hafi tapast. Orange Project hóf starfsemi í september 2014. Fyrst með sautján skrifstofurými og tvö fundarherbergi. Tveimur árum síðar voru rýmin orðin 110 og fundarbergin fimm sinnum fleiri. Að neðan má sjá kynningu á fyrirtækinu frá árinu 2016. Árið 2017 gerði fyrirtækið samning við alþjóðlega fyrirtækið Regis, stærsta skrifstofuhótel í heiminum. Þannig hefði fyrirtækið verið komið á heimskortið og getað leigt skrifstofur um allan heim. Í framhaldinu var fyrirtækinu breytt hér á landi og kennt við Regus til jafns við Orange Project. „Það má líkja þessu við það að reka Gistiheimilið á Baldursgötu en setja síðan Hilton skiltið á húsið. Það breytast allar forsendur fyrir rekstrinum. Nú verða allt í einu 3.500 manns að selja okkar vöru,“ sagði Tómas við Viðskiptablaðið fyrir tæpum fjórum árum. Reksturinn reyndist hins vegar afar erfiður í heimsfaraldrinum og varð fyrirtækið gjaldþrota í desember. Regus starfar þó áfram og er með skrifstofukjarna á þriðju hæð í Höfðatorgi. Tómas stýrir fyrirtækinu. Gjaldþrot Reykjavík Kópavogur Akureyri Tengdar fréttir Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Tómas Hilmar Ragnarz, stofnandi og eigandi félagsins, tjáði Viðskiptablaðinu í desember að tap í dómsmáli gegn Reginn, leigusala fyrirtækisins, hefði gert útslagið. „Viðskiptin fóru niður hjá okkur um tæp 60% á árinu vegna Covid en ekki nægilega mikið til að komast inn í björgunarpakka stjórnvalda,“ sagði Tómas Hilmar við Viðskiptablaðið í desember. Reginn hefði neitað að semja um lækkun í verði í ljósi kórónuveirufaraldursins eða koma á annan hátt til móts við Orange Project. Aðrir leigusalar hafi sýnt aðstæðum meiri skilning. Tómas tjáði Fréttablaðinu síðasta sumar að Reginn hefði einhliða sagt upp leigusamningi og sett sig beint í samband við viðskiptavini Orange Project og boðið sambærileg kjör. Að lokum hafi deilurnar farið fyrir dóm þar sem málið hafi tapast. Orange Project hóf starfsemi í september 2014. Fyrst með sautján skrifstofurými og tvö fundarherbergi. Tveimur árum síðar voru rýmin orðin 110 og fundarbergin fimm sinnum fleiri. Að neðan má sjá kynningu á fyrirtækinu frá árinu 2016. Árið 2017 gerði fyrirtækið samning við alþjóðlega fyrirtækið Regis, stærsta skrifstofuhótel í heiminum. Þannig hefði fyrirtækið verið komið á heimskortið og getað leigt skrifstofur um allan heim. Í framhaldinu var fyrirtækinu breytt hér á landi og kennt við Regus til jafns við Orange Project. „Það má líkja þessu við það að reka Gistiheimilið á Baldursgötu en setja síðan Hilton skiltið á húsið. Það breytast allar forsendur fyrir rekstrinum. Nú verða allt í einu 3.500 manns að selja okkar vöru,“ sagði Tómas við Viðskiptablaðið fyrir tæpum fjórum árum. Reksturinn reyndist hins vegar afar erfiður í heimsfaraldrinum og varð fyrirtækið gjaldþrota í desember. Regus starfar þó áfram og er með skrifstofukjarna á þriðju hæð í Höfðatorgi. Tómas stýrir fyrirtækinu.
Gjaldþrot Reykjavík Kópavogur Akureyri Tengdar fréttir Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03