Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Reiði á tímum alls­nægta

Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Enn ást­fangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu

„Ég var lengi að ná mér eftir fæðinguna þar sem ég fékk það sem kallast spínal höfuðverk, sem kom í kjölfar af mænudeyfingunni. Það er þannig að það myndaðist gat á mænuhimnuna sem það að verkum að maður fær mjög slæman hausverk,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, sem eignaðist sitt annað barn í mars síðastliðnum.

Lífið
Fréttamynd

Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn?

Á undanförnum árum hafa svokallaðir smáhrifavaldar vakið sífellt meiri athygli í markaðsstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Smáhrifavaldar hafa mun færri fylgjendur en stórir áhrifavaldar, en njóta oft meiri trúverðugleika og persónulegra tengsla við fylgjendur sína.

Lífið
Fréttamynd

Fár­veik í París

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, er á ferðalagi um Frakkland með eiginmanni sínum, Ragnar Einarssyni, forstöðumanni færsluhirðingar hjá Landsbankanum. Linda segir að París hafi staðist allar væntingar þrátt fyrir veikindi hafi sett strik í reikninginn.

Lífið
Fréttamynd

Al­var­legt hversu mörg börn skorti sam­kennd

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón

Ástin var allsráðandi í liðinni viku þar brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái. Þar á meðal má nefna brúðkaup athafnamannsins Skúla Mogensen og Grímu Bjargar Thorarensen innanhússhönnuðar sem giftu sig við glæsilega athöfn í Hvammsvík í Hvalfirði á laugardag.

Lífið
Fréttamynd

Tæknin á ekki að nota okkur

Tæknin í dag er ótrúleg!Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er Enda­kallinn frá Ibiza?

Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið.

Lífið
Fréttamynd

Sweeney sökuð um kyn­þátta­hyggju

Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen.

Lífið
Fréttamynd

Þekktum Ís­lendingum lögð orð í munn með gervi­greind

Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd.

Innlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­for­seti birtir bull í bunkum

Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016.

Lífið
Fréttamynd

Gervi­greindar­fyrir­sæta í Vogue vekur ugg

Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron

Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki.

Lífið
Fréttamynd

Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses.

Lífið
Fréttamynd

Samfélagsmiðlar sýna ekki ein­mana­leikann

„Kveikjan að öllu þessu var í raun og veru mín eigin líðan,“ segir Sara Líf Guðjónsdóttir, laganemi og flugfreyja, um færslu sem hún birti á Facebook hópinn Mæðratips og hlaut mikla athygli. Þar bauð Sara mæðrum sem hafa einangrast eða finna fyrir einmanaleika að vera með í opnum mömmuhóp og áður en hún vissi af höfðu yfir hundrað konur sent henni skilaboð.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta hefur öfug á­hrif og fólki líður bara verr“

Sjálfsræktarskilaboð sem leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins á eigin hamingju hafa neikvæð áhrif á þá sem glíma við kvíða, þunglyndi eða neikvæða sjálfsímynd. Að kenna fólki í fátækt um eigin heilsufarsvanda án þess að horfa til samfélagslegra þátta sé óraunhæf einföldun.

Lífið
Fréttamynd

Opið bréf til full­orðna fólksins

Kæra fullorðna fólk, síðustu fimm vikurnar höfum við í Jafningjafræðslu Hins Hússins frætt um 1300 ungmenni, þar af lang flest í vinnuskólum Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. 

Innlent
Fréttamynd

Dylan leggur blátt símabann á tón­leika­gesti

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum.

Tónlist