Bretland

Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum
Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir.

Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar
Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll
Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum.

Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta
Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð.

Nýr kafli í samskiptum Bretlands og Úkraínu
Vólódímír Selenksí Úkraínuforseti segir nýjan kafla í samskiptum Bretlands og Úkraínu vera að hefjast. Hann tekur vel á móti nýkjörnum kollega sínum.

Sunak segir heilindi og fagmennsku verða hans leiðarljós
Nýr forsætisráðherra Bretlands segist þegar ætla að hefjast handa við að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið í hagstjórninni undir stjórn fyrrverandi forsætisráðherra. Stjórn hans muni hafa heilindi, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi.

Aftur ráðherra sex dögum eftir afsögn fyrir siðabrot
Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, skipaði Suellu Braverman innanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni, aðeins sex dögum eftir að hún sagði af sér ráðherraembætti fyrir að brjóta siðareglur ráðherra. Jeremy Hunt heldur áfram sem fjármálaráðherra.

Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök
Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum.

Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“
Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir.

Sunak til fundar við Karl í dag og verður formlega forsætisráðherra
Íhaldsmaðurinn Rishi Sunak mun ganga á fund Karls III Bretakonungs í dag og mun formlega taka við embætti forsætisráðherra Bretlands af Liz Truss.

Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“
Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði.

Sunak nýtt andlit á gömul gildi
Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta.

Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta
Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma.

Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri
Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag.

Karl selur fjórtán af hestum drottningarinnar
Karl III Bretakonungur hefur ákveðið að selja nokkra þeirra hesta sem hann erfði frá móður sinni, Elísabetu II drottningar, sem lést í byrjun síðasta mánaðar.

Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag
Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag.

Boris Johnson gefur ekki kost á sér
Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands.

Sunak staðfestir framboð
Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands.

Leynilegur fundur Johnson og Sunak
Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins.

Sunak talinn með forskotið en Johnson nartar
Talið er líklegt að valið um næsta forsætisráðherra Bretlands muni standa á milli Boris Johnson og Rishi Sunak. Hvorugur þeirra hefur formlega lýst yfir framboði.

Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins.

Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks
Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins
Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram.

Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“
Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu.

Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss
Þegar forsætisráðherratíð breska forsætisráðherrans Liz Truss líður undir lok í næstu viku verður hún sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Erlendir fjölmiðlar eru víða uppfullir af samanburði á persónum og hlutum sem entust lengur en forsætisráðherratíð Truss.

Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum
Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu.

Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt
Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda.

Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings
Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra.

Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga
Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga.

Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins
Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu.