Ítalía

Stuðningsmaður Liverpool fluttur á sjúkrahús eftir árás á Ítalíu
Ráðist var á tvo stuðningsmenn Liverpool á bar fyrir leik liðsins gegn Napoli á Ítalíu á þriðjudagskvöldið.

Renzi stofnar nýjan flokk
Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk síðar í vikunni og þar með segja skilið við Lýðræðisflokkinn.

Eigandi Louis Vuitton og næst ríkasti maður heims vill kaupa AC Milan
Bernard Arnault, eigandi tískufyrirtækisins Louis Vuitton og næst ríkasti maður heims, vill eignast ítalska stórliðið AC Milan.

Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu
Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga.

Þrír handteknir vegna brúarhrunsins í Genúa
Ítölsk yfirvöld hafa fundið vísbendingar um að öryggisskýrslur vegna Morandi-brúarinnar hafi verið falsaðar eða upplýsingum haldið utan við þær.

Vill að Suður-Ítalía fái sérstöðu
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, ætlar að biðja Evrópusambandið um að suðurhluti landsins fái sérstöðu hvað varðar styrki og fleira.

Vill koma á ró í ítölskum stjórnmálum
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, segist vona að breið stjórn Fimmstjörnu hreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins komi á ró í þjóðfélaginu.

Apahljóðin voru til þess að sýna virðingu
Ein furðulegasta yfirlýsing síðari tíma kom frá stuðningsmannahópi ítalska félagsins Inter í dag þar sem þeir verja apahljóðin hjá stuðningsmönnum Cagliari í garð Romelu Lukaku, framherja Inter.

Ný ríkisstjórn komin á koppinn á Ítalíu
Félagar í Fimm stjörnu hreyfingunni samþykktu stjórnarsáttmála við Lýðræðisflokkinn með afgerandi meirihluta.

Dagur í lífi mannsins sem hefur oftast verið fyrstur með fótboltafréttirnar í sumar
Fabrizio Romano segist fá fimmtíu símtöl á dag og er þar af leiðandi mjög mikið í símanum. Markmiðið er að vera fyrstur í heiminum með heitustu fótboltafréttirnar.

Óljóst hvort flokksmenn samþykki nýtt stjórnarsamstarf
Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum.

Banksy tók málin í sínar hendur og sýndi á Feneyjatvíæringnum án leyfis
Breski götulistamaðurinn Banksy furðaði sig á því að honum hafði aldrei verið boðið að sýna á Feneyjatvíæringnum.

Vaxtarræktarkappinn Franco Columbu látinn
Ítalski leikarinn, rithöfundurinn, vaxtaræktarkappinn og aflraunamaðurinn Franco Columbu er látinn 78 ára að aldri.

Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu
Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný.

Snéri aftur á bekkinn eftir 41 dags krabbameinsmeðferð
Það var tilfinningaþrungin stund í ítalska boltanum um helgina þegar Sinisa Mihajlovic snéri aftur á hliðarlínuna hjá Bologna.

Lungnabólgan gerir Sarri lífið leitt sem missir af fyrstu tveimur leikjum Juventus
Maurizio Sarri verður ekki á bekknum hjá Juventus í fyrstu tveimur leikjunum í ítölsku úrvalsdeildinni vegna veikinda.

Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins.

Open Arms skipið fær að fara í land eftir þriggja vikna kyrrsetu
Ítalskur saksóknari hefur gefið fyrirskipun um að Open Arms björgunarskipinu verði siglt í land og fólkið þar um borð fái að ganga á land á eyjunni Lampedusa.

Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína.

Móðir Balotelli grét þegar það var klárt að hann myndi spila á Ítalíu á nýjan leik
Mario Balotelli skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við nýliðanna í Seríu A, Brescia, en hann snýr þar með tilbaka til heimalandsins, Ítalíu.

Gætu átt yfir höfði sér sex ára fangelsi fyrir sandstuld
Franskt par á ferðalagi um ítölsku eyjuna Sardiníu var tekið með fjörutíu kíló af sandi þegar það var á leið í ferju frá Porto Torres á eyjunni.

27 unglingar á flótta fengu að fara í land á Ítalíu
Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, samþykkti á laugardag að hleypa 27 fylgdarlausum unglingum í land á Ítalíu en þeir höfðu verið fastir um borð í björgunarskipinu Open Arms undan ströndum Ítalíu í meira en 16 daga.

Þar sem húsin hanga í klettunum
Cinque Terre ströndin liggur eftir ítölsku rívíerunni og samanstendur af fimm bæjum, Monterosso al Mare, Vernazza, Corniglia, Manarola og Riomaggiore. Bæirnir og umhverfi þeirra eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Engin sátt um kosningar
Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu.

Málmbrotum rigndi yfir Róm
Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa.

Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk
Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku.

Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu
Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag.

Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum
Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju.

Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit
Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu.

Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar
Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul.