Björgunarsveitir Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. Innlent 15.2.2022 16:39 Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. Innlent 15.2.2022 14:50 Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. Innlent 15.2.2022 13:58 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. Innlent 15.2.2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Innlent 15.2.2022 11:17 Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. Innlent 14.2.2022 12:47 Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. Innlent 11.2.2022 20:27 Bein útsending: Styrktartónleikar fyrir Stráka á Sigló Efnt hefur verið til styrktartónleika fyrir björgunarsveitina Stráka á Siglufirði í dag í tilefni 1-1-2 dagsins. Tónleikarnir verða í Siglufjarðarkirkju og hefjast klukkan 20. Lífið 11.2.2022 19:01 Allir hinir látnu fundnir: Sóttu líkin með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku. Innlent 10.2.2022 17:48 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. Innlent 10.2.2022 10:48 Ís á vatninu hamlar aðgerðum í hörkufrosti á Þingvöllum Fresta hefur þurft aðgerðum á Þingvallavatni þar sem freista átti þess að ná líkum þeirra sem létust í flugslysunu þar í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar aðgerðum. Innlent 10.2.2022 09:46 Tuttugu og tveir kafarar taka þátt Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. Innlent 9.2.2022 19:08 Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir. Innlent 9.2.2022 16:36 Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. Innlent 8.2.2022 16:47 Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. Innlent 8.2.2022 12:01 „Kærkomin hvíld“ stóð ekki lengi yfir Björgunarsveitarfólk fékk stutta hvíld þegar óveðrinu slotaði í dag eftir annasama helgi. Seinni partinn í dag bárust björgunarsveitum á suðvesturhorni og á Norðurlandi útköll vegna ófærðar. Þetta segir í tilkynningu Davíðs Márs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Innlent 7.2.2022 20:32 Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. Innlent 7.2.2022 09:52 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Innlent 5.2.2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Innlent 5.2.2022 13:45 Björgunarsveitafólk fylgdi sjúkrabíl í hvassviðri Mikið hvassviðri og skafrenningur gekk yfir Suðurlandið í morgun í snörpum hvelli. Björgunarsveitafólk hafði í nægu að snúast, meðal annars fylgdi það sjúkrabíl í útkall vegna veikinda. Innlent 5.2.2022 11:45 Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. Innlent 5.2.2022 10:41 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 5.2.2022 01:14 „Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Innlent 4.2.2022 20:11 Óvíst hvort hægt verði að leita á morgun vegna veðurs Enn er mikill þungi í leitinni að flugvélinni TF-ABB sem hvarf um hádegisbil í gær. Leitin beinist nú að mestu að sunnanverðu Þingvallavatni, þar sem leitað hefur verið bæði í vatninu og í kring um það. Innlent 4.2.2022 16:49 Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar. Innlent 4.2.2022 16:00 Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Innlent 4.2.2022 12:02 Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. Innlent 4.2.2022 06:26 Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. Innlent 3.2.2022 14:08 Minnst ellefu bílar fastir á Hellisheiði Minnst ellefu bílar eru fastir á Hellisheiði og minnst einn árekstur hefur orðið uppi á heiðinni. Aðstæður eru slæmar og hefur blindbylur gert björgunarstörf erfið. Innlent 31.1.2022 15:47 Björgunarsveitir aðstoðuðu vélarvana bát Björgunarsveitir hafa sinnt þremur útköllum það sem af er degi og þurfti björgunarskipið Björg meðal annars að aðstoða vélarvana bát norður af Rifi. Innlent 29.1.2022 17:06 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 45 ›
Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. Innlent 15.2.2022 16:39
Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. Innlent 15.2.2022 14:50
Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. Innlent 15.2.2022 13:58
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. Innlent 15.2.2022 13:04
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Innlent 15.2.2022 11:17
Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. Innlent 14.2.2022 12:47
Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. Innlent 11.2.2022 20:27
Bein útsending: Styrktartónleikar fyrir Stráka á Sigló Efnt hefur verið til styrktartónleika fyrir björgunarsveitina Stráka á Siglufirði í dag í tilefni 1-1-2 dagsins. Tónleikarnir verða í Siglufjarðarkirkju og hefjast klukkan 20. Lífið 11.2.2022 19:01
Allir hinir látnu fundnir: Sóttu líkin með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku. Innlent 10.2.2022 17:48
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. Innlent 10.2.2022 10:48
Ís á vatninu hamlar aðgerðum í hörkufrosti á Þingvöllum Fresta hefur þurft aðgerðum á Þingvallavatni þar sem freista átti þess að ná líkum þeirra sem létust í flugslysunu þar í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar aðgerðum. Innlent 10.2.2022 09:46
Tuttugu og tveir kafarar taka þátt Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. Innlent 9.2.2022 19:08
Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir. Innlent 9.2.2022 16:36
Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. Innlent 8.2.2022 16:47
Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. Innlent 8.2.2022 12:01
„Kærkomin hvíld“ stóð ekki lengi yfir Björgunarsveitarfólk fékk stutta hvíld þegar óveðrinu slotaði í dag eftir annasama helgi. Seinni partinn í dag bárust björgunarsveitum á suðvesturhorni og á Norðurlandi útköll vegna ófærðar. Þetta segir í tilkynningu Davíðs Márs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Innlent 7.2.2022 20:32
Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. Innlent 7.2.2022 09:52
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Innlent 5.2.2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Innlent 5.2.2022 13:45
Björgunarsveitafólk fylgdi sjúkrabíl í hvassviðri Mikið hvassviðri og skafrenningur gekk yfir Suðurlandið í morgun í snörpum hvelli. Björgunarsveitafólk hafði í nægu að snúast, meðal annars fylgdi það sjúkrabíl í útkall vegna veikinda. Innlent 5.2.2022 11:45
Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. Innlent 5.2.2022 10:41
Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 5.2.2022 01:14
„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Innlent 4.2.2022 20:11
Óvíst hvort hægt verði að leita á morgun vegna veðurs Enn er mikill þungi í leitinni að flugvélinni TF-ABB sem hvarf um hádegisbil í gær. Leitin beinist nú að mestu að sunnanverðu Þingvallavatni, þar sem leitað hefur verið bæði í vatninu og í kring um það. Innlent 4.2.2022 16:49
Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar. Innlent 4.2.2022 16:00
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Innlent 4.2.2022 12:02
Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. Innlent 4.2.2022 06:26
Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. Innlent 3.2.2022 14:08
Minnst ellefu bílar fastir á Hellisheiði Minnst ellefu bílar eru fastir á Hellisheiði og minnst einn árekstur hefur orðið uppi á heiðinni. Aðstæður eru slæmar og hefur blindbylur gert björgunarstörf erfið. Innlent 31.1.2022 15:47
Björgunarsveitir aðstoðuðu vélarvana bát Björgunarsveitir hafa sinnt þremur útköllum það sem af er degi og þurfti björgunarskipið Björg meðal annars að aðstoða vélarvana bát norður af Rifi. Innlent 29.1.2022 17:06