
Pólland

Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu
Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð.

Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi
Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja.

Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara
Alls voru 81.277 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. maí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 731 einstaklinga frá 1. desember 2024 eða um 0,9 prósent samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá.

Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands
Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður.

Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi
Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins.

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Íslenskt samfélag hefur í gegnum tíðina notið góðs af þeim fjölmörgu Pólverjum sem hafa flust hingað til lands, unnið hörðum höndum og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. En stundum virðist eins og við gleymum að meta það sem þeir gera – eða verra, lítum niður á þá. Það er bæði ósanngjarnt og vanþakklátt.

Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum
Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi.

Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári
Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi.

Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar
Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt.

Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea
Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk.

Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna.

Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum.

Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum
Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu.

Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin
Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni.

Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja alþjóðlega athöfn til minningar um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýndi forsætisráðherra harðlega fyrir að sækja ekki minningarathöfnina, einn norrænna leiðtoga.

Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“
„Faðir minn stökk fyrstur úr lestinni og ég á eftir honum. En þegar ég lenti þá sá ég hann ekki... hann var horfinn, eins og dögg fyrir sólu. Þeir tóku hann, við vissum ekki hvert. Án kossa, án kveðju þá hvarf hann. Ég sá hann aldrei aftur.“

Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum.

Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn
Pólskur karlmaður var afhentur til Póllands frá Íslandi á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar í vetur vegna meintra brota hans í heimalandinu. Hann er grunaður um að hafa valdið mannskæðri gassprengingu.

Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja
Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum.

Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz
Forsetar, forsætisráðherrar og kóngafólk verður meðal viðstaddra þegar þess verður minnst síðar í mánuðinum að 80 ár eru frá því að Sovétmenn frelsuðu Auschwitz-útrýmingarbúðirnar.

Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“
Eftir að hafa skotist fram á stóra sviðið með liði Víkings Reykjavíkur á síðasta ári hefur Gísli Gottskálk Þórðarson verið keyptur til toppliðsins í Póllandi. Hann stekkur strax í djúpu laugina með liðinu og er mættur til Tyrklands í æfingaferð

Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu
Tíu ára pólskur drengur sem býr á Íslandi lést af slysaförum á Ítalíu í gær. Drengurinn var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí.

Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL
Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu.

Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé
Frambjóðandi sem skipaði fjórtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Maðurinn hefur nú dregið framboð sitt til baka.

Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum
Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins.

Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimmtíu ára gamalt morð
Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda.

Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur kynnt fyrirætlanir stjórnvalda í landinu um að taka tímabundið úr gildi réttinn til að óska hælis.

Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd
Kvikmyndin Rust með Alec Baldwin í aðalhlutverki verður brátt frumsýnd á kvikmyndahátíð í Póllandi. Myndin er þegar þekkt um allan heim þar sem kvikmyndatökustjóri myndarinnar Halyna Hutchins lést á setti árið 2021 þegar skot hljóp úr byssu leikarans.

„Stór hluti af samfélaginu okkar“
Í Íslandi í dag á dögunum leit Sindri við í morgunkaffi til Björns Brynjúlfs Björnssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.