Íran

Fréttamynd

Stendur fastur fyrir og for­dæmir Trump

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir stjórnvöld í landinu ekki munu gefa eftir þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur. Hann segir mótmælendur skemmdarverkamenn sem séu að reyna Donald Trump Bandaríkjaforseta til geðs.

Erlent
Fréttamynd

Netsambandslaust meðan mót­mælt er í Íran

Fjölmenn mótmæli gegn írönskum stjórnvöldum héldu áfram víða um Íran í kvöld. Netsamband hefur rofnað um allt landið á sama tíma og aukin harka hefur færst í mótmælin og átök brotist út milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar..

Erlent
Fréttamynd

Enn mót­mælt í Íran og á­tök að aukast

Víða í Íran kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í landinu undanfarnar tæpar tvær vikur en útlit er fyrir að tíðni átaka sé að aukast.

Erlent
Fréttamynd

Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“

Íslenskur sérfræðingur í málefnum Írans segir ört vaxandi verðbólga meginorsök götubardaga og fjölmennra mótmæla víða um Íran undanfarna fimm daga. Kaupsýslumenn í Teheran hófu mótmælin en hafa nú breiðst um allt landið.

Erlent
Fréttamynd

Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð

Vaxandi ólga er nú á götum úti í Íran en fimmta daginn í röð hefur komið til átaka á milli lögreglu og almennings. Átökin blossuðu upp meðal annars vegna mikillar dýrtíðar sem nú er í landinu eftir að íranski gjaldmiðillinn Rial hrundi  gagnvart Bandaríkjadal.

Erlent
Fréttamynd

Goog­le birtir lista yfir vin­sælustu leitar­orðin

Google birti í dag vinsælustu leitarorðin á árinu 2025. Bæði birti fyrirtækið vinsælustu leitarorðin á alheimsvísu en einnig vinsælustu leitarorð einstakra landa. Ísland er ekki meðal þeirra landa. Flestir leituðu upplýsinga um Gemini, sem er gervigreindartæki Google. Í öðru sæti var Indland á móti Englandi í krikket og Charlie Kirk í því þriðja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn

Íranska karlalandsliðið í fótbolta var eitt af fyrstu landsliðunum sem tryggði sig inn á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lykillinn að krafta­verki að Birgir var frá Ís­landi

Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum.

Erlent
Fréttamynd

„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst.

Erlent
Fréttamynd

Vilja af­vopna ein­angraða og veik­burða Hezbollah-liða

Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast svara um mögu­legar frekari á­rásir

Aðstoðarutanríkisráðherra Íran segir Írani hafa fengið skilaboð frá Bandaríkjastjórn um að Bandaríkjamenn vilji setjast að samningaborðinu á ný. Það komi hins vegar ekki til greina fyrr en frekari árásir á innviði Íran hafa verið útilokaðar.

Erlent
Fréttamynd

Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði

Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga

Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins.

Erlent
Fréttamynd

Hreinsanir hafnar í Íran

Hreinsanir eru sagðar standa yfir í Íran og hefur fjöldi manns verið handtekinn og margir teknir af lífi, ásakaðir um tengsl við ísraelsku leyniþjónustuna.

Erlent
Fréttamynd

Hvar er Khamenei?

„Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei.

Erlent
Fréttamynd

Segist funda með ráða­mönnum Íran í næstu viku

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 

Erlent