
Ísrael

Ástralir munu viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael
Ástralir munu brátt bætast í þann hóp ríkja sem viðurkenna stöðu Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.

Sex dæmdir til dauða á Gasaströndinni
Herdómstóll á Gasaströndinni hefur dæmt sex manns til dauða fyrir að hafa starfað með Ísraelum.

Gefið að sök að hafa mútað blaðamönnum til að fjalla um sig í jákvæðu ljósi
Lögregluyfirvöld í Ísrael fara fram á að forsætisráðherrahjónin Benjamin og Sara Netanyahu verði ákærð fyrir spillingu.

Birti svör við „gildishlöðnum“ spurningum eftir að hann afþakkaði boð til Ísrael
Tónlistar- og athafnamaðurinn Margeir Steinar Ingólfsson, betur þekktur undir nafninu DJ Margeir, fann sig knúinn til að birta svör sín við spurningum ísraelsks blaðamanns á Facebook eftir að hann hafnaði boði um að spila á tónlistarhátíð í Ísrael.

Hópmálsókn gegn Airbnb
Ósáttir Ísraelar hafa höfðað hópmál gegn skammtímaleiguvefnum Airbnb eftir að eignir á Vesturbakkanum voru teknar út af vefsíðunni.

Airbnb fjarlægir íbúðir á Vesturbakkanum af skrá
Airbnb leigumiðlunin ætlar að fjarlægja allar skráningar á síðu sinni á íbúðum á Vesturbakkanum í Ísrael.

Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili
Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu.

Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins.

Þunnur meirihluti hjá Netanjahú
Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér.

Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum
Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa.

Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa
Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær.

Vill færa sendiráð Brasilíu til Jerúsalem
Segir íbúa Ísrael eiga að ákveða hvar höfuðborg þeirra eigi að vera.

Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa
Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg.

WOW flýgur aftur til Ísraels
WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael.

Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum
Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með

Abbas vill að Trump dragi ákvarðanir til baka
Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas kallaði eftir því að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelríkis á fundi Sameinuðu Þjóðanna í dag.

Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti
Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu.

Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás
Tuttugu og níu týndu lífi þegar fjórir menn hófu skothríð á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í Íran um helgina. Þarlend samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en írönsk yfirvöld benda á Bandaríkin og vini þeirra.

Veifa kjúklingi yfir hausnum til að hljóta syndaaflausn
Réttrúaðir gyðingar beita ýmsum aðferðum til að losa sig við syndir sínar fyrir Yom Kippur hátíðina sem hefst í dag.

Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna
Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi.

Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök
Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi.

Vill að Netanyahu kalli fulltrúa heim
Ísraelskur stjórnarandstöðumaður kallaði eftir því í dag að Benjamin Netanyahu myndi kalla sendifulltrúa sinn frá Bandaríkjunum heim fyrir að hafa ekki tilkynnt um kynferðislega áreitni aðstoðarmanns forsætisráðherrans.

Netanyahu harður á því að Hezbollah fái ekki vopn
Ísrael hefur verið sakað um loftárásir nærri Damascus í gær, sem munu hafa beinst gegn vopnasendingum Íran til Hezbollah hryðjuverkasamtakanna.

Segja Ísraela hafa skotið eldflaugum að flugvellinum í Damaskus
Skotmarkið er sagt hafa verið vopnabúr annað hvort íranskra hersveita eða Hezbollah-samtakanna líbönsku.

Trump-liðar ætla í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum
Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan.

Paragvæjar flytja sendiráðið aftur til Tel Aviv
Mikil spenna er komin upp í samskiptum Ísraels og Paragvæ eftir að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að sendiráð landsins í Ísrael yrði flutt frá Jerúsalem til Tel Avív.

Ísraelar íhuga árásir á Írana í Írak
"Ég er að segja að við munum berjast gegn öllum ógnunum frá Írönum, og það skiptir ekki máli hvar.“

Forseti Palestínu segir ákvörðunina „svivirðilega árás“
Ráðamenn í Palestínu segja ákvörðun Bandaríkjanna um að hætta fjárveitingum til stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínskt flóttafólk vera "svívirðilega árás“.

Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn
Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna.

Hafna því að Corbyn hafi heiðrað hryðjuverkamann
Mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Palestínumanns sem er talinn hafa verið heilinn á bak við fjöldamorðið á Ólympíuleikunum í München árið 1972 hefur vakið gagnrýni.