Kjaramál

Fréttamynd

Segir kennara ekki hafa komið með form­legt til­boð

Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi?

„Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði.

Lífið
Fréttamynd

„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“

Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn

Innlent
Fréttamynd

Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launa­hækkun

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls.

Innlent
Fréttamynd

Stefna kennurum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur í fram­boði til for­manns VR

Fjögur framboð bárust til formanns VR. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Kosningar hefjast klukkan tíu að morgni fimmtudagsins 6. mars og þeim lýkur klukkan tólf á hádegi fimmtudaginn 13. mars. Einnig verður kosið í stjórn, varastjórn og trúnaðarráð.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir

Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ó­breytt staða í Karp­húsinu

Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað í Karphúsinu frá klukkan tíu í morgun. Enn rofar ekkert til og staðan er óbreytt að sögn ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Þung staða og „ekki hægt að úti­loka“ verk­föll í fyrra­málið

Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar með við­bótar­kröfur og fundi frestað

Samningafundi samtaka kennara með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga lauk á áttunda tímanum í kvöld án þess að niðurstaða fengist í kjaradeilu þeirra. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi boðað deiluaðila til nýs fundar klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Ó­skandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vonast til þess að samninganefnd Kennarasambands Íslands fallist á innanhússtillögu sem lögð var fram í gær. KÍ hafði til klukkan eitt í dag til að taka afstöðu til hennar.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu for­eldranna vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar óttist van­efndir

Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Þor­steinn Skúli tekur formannsslaginn

Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR. Þorsteinn Skúli er lögfræðingur og starfaði lengi hjá VR sem sérfræðingur á kjarasviði.

Innlent
Fréttamynd

Skip­brot meðaltals­stöðug­leika­leiðarinnar

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Mjög langt í milli svo ríkis­sátta­semjari reyni að höggva á hnútinn

Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. 

Innlent
Fréttamynd

Verk­föllum kennara af­lýst sam­þykki deilu­aðilar til­lögu ríkis­sátta­semjara á laugar­dag

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Tillagan er ígildi kjarasamnings sem tryggir innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningum. Samþykki deiluaðilar tillöguna á laugardag verður ekkert af boðuðum verkföllum í leik- og grunnskólum á mánudag. Ástráður fór yfir tillöguna í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Ríkis­sátta­semjari fer yfir innanhússtillöguna

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði nú klukkan fjögur fram innanhússtillögu að kjarasamningi í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög til að freista þess að höggva á þann algera hnút sem viðræðurnar eru komnar í. Ástráður mætir í beina útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi um klukkan fimm í dag.

Innlent
Fréttamynd

Um kjara­deilu sveitar­fé­laga og kennara

Fyrir meira en 10 árum skrifaði ég meistararitgerð þar sem ég m.a. tók saman nýlegar rannsóknir á stöðu grunnskóla á Íslandi. Á þeim tíma blasti við hræðileg staða í grunnskólanum sem afar brýnt var að bregðast við, það var ekki gert.

Skoðun
Fréttamynd

Leggur fram innanhússtillögu

Ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög á fundi í Karphúsinu klukkan fjögur í dag. Ekki þarf að setja innanhússtillögu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna en samninganefndir beggja aðila þurfa að fallast á hana innan tiltekins tíma.

Innlent