Kjaramál

Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir
Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir.

Ósýnilegu láglaunakonurnar
Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur.

Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi
Fulltrúar Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB munu kynna niðurstöður úr spurningakönnun Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi á fundi klukkan 10:30.

Stefnir óbreytt í verkfall hjá þúsund starfsmönnum
Kjarasamningsviðræður BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) eru í algjörum hnút og fundur samninganefnda þeirra í dag bar engan árangur. Formaður BSRB segir lítinn samningsvilja hafa verið til staðar hjá sambandinu. SNS segir engin mál leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum.

„Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“
Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja.

Kastljósinu beint að staðreyndum
Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst.

„Súmmerar upp virðingarleysið sem okkur er sýnt“
Formaður VR gagnrýnir verslunareigendur harðlega fyrir að hafa verslanir sínar opnar á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Hann segir sérstök 1. maí tilboð súmmera upp virðingarleysið við starfsfólk verslana.

Vonast til þess að afgerandi niðurstaða hafi áhrif
Formaður BSRB segist ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fund bandalagsins með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Hún segir það ekki vera rétt að bandalagið hafi áður hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú.

Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf
Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda.

Réttlæti og jöfnuður
Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi.

Samstaðan sé mikilvæg í baráttunni gegn ójöfnuði
Formenn Rafiðnaðarsambandsins og BSRB héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni verkalýðsdagsins í dag. Þau vöktu bæði athygli á vaxandi ójöfnuði í samfélaginu og mikilvægi samstöðu hjá launafólki, sérstaklega í ljósi komandi kjarabaráttu.

Bein útsending: Verkalýðsávörp á Ingólfstorgi
Kröfuganga verkalýðsfólks hófst klukkan 13:30 í Skólavörðuholti. Gengið er að Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp. Sýnt verður frá dagskrá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Hvetur fólk til að bretta upp ermar og mótmæla
Formaður VR er harðorður í grein sem hann skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins sem haldinn er í dag. Hann segir stjórnvöld hér á landi og Seðlabankann hafa tekið sér stöðu gegn fólkinu í landinu. Að hans sögn hefur verkalýðshreyfingin þó sjaldan verið í betra formi til að láta til skarar skríða.

Bráðavandi blasi við heimilum landsins
Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi.

Græðgi og geðþótti, eða réttlæti, jöfnuð og velferð
Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta?

Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi
Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið.

Forysta BSRB axlar ekki ábyrgð á eigin kjarasamningum
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.

Félagsmenn samþykktu verkfall
Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí.

Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni
Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni.

Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM
Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði.

Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði
Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim.

Efling og OR undirrita kjarasamning
Stéttarfélagið Efling hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en samningurinn nær til um fjörutíu starfsmanna. Samningurinn verður kynntur í næstu viku.

Eyjólfur Árni vill halda áfram sem formaður SA
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku samtakanna. Eyjólfur hefur verið formaður síðastliðin sex ár.

Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ
Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust.

Hafna alfarið kröfum um afturvirkni
Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni.

Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug.

Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki
Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki.

Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum
Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi.

Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi
Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða.

Náttúrufræðingar hafa skrifað undir kjarasamning við borgina
Félag íslenskra náttúrufræðinga, FÍN, skrifaði í gær undir tólf mánaða kjarasamning við Reykjavíkurborg. Atkvæðagreiðsla meðal náttúrufræðinga um samninginn hófst á hádegi í dag og lýkur klukkan tíu í fyrramálið.