Súdan

Óljóst hver stjórnar Súdan eftir átök dagsins
Hörð átök brutust út milli súdanska hersins og valdamikils vopnahóps í Kartúm, höfuðborg Súdan, í morgun, hvar íbúar við sprengingar og skothríð. Hermenn hafa barist við meðlimir hóps sem kallast RSF, en óljóst er hver fer með stjórn ríkisins að svo stöddu.

Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner
Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu.

Verði grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot
Súdönsk kona hefur verið dæmd til að vera grýtt dauða fyrir hjúskaparbrot en dómurinn er sá fyrsti af þessu tagi í Súdan í níu ár. Mannréttindastofnanir segja dóminn brjóta innlend og alþjóðleg lög og krefjast frelsunar konunnar.

Er á leið á HM með Ástralíu eftir að hafa fæðst í flóttamannabúðum
Saga Ástralans Awer Mabil er nokkuð ólík flestum þeim sem munu taka þátt á HM í fótbolta sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Hinn 26 ára gamli Ástrali fæddist nefnilega í flóttamannabúðum í Malí í september árið 1995.

Fyrsta mál einstaklings tengt Darfúr til kasta Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins
Réttarhöld í máli Ali Muhammad Ali Abd-Al-Rahman, leiðtoga súdansks uppreisnarhóps, hófust hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag í morgun. Um er að ræða fyrsta mál einstaklings sem fer fyrir dómstólinn og tengist ódæðum í Darfúr-héraði í Súdan fyrr á öldinni.

Forsætisráðherrann hættir eftir mótmæli síðustu daga
Forsætisráðherra Súdans hefur sagt af sér embætti en síðustu daga hafa þúsundir mótmælt ríkisstjórn hans í höfuðborginni Khartoum.

Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan
Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra.

Alþjóðabankinn stöðvar fjárhagsaðstoð til Súdan
Alþjóðabankinn og hefur nú stöðvað fjárhagsaðstoð til Súdan eftir að herinn framdi þar valdarán á mánudag og handtók nokkra ráðherra landsins.

Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi
Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð.

Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt
Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019.

Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins
Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins.

Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan
Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán.

Berjast þarf fyrir hverju einasta barni í heiminum
117 milljónir barna í heiminum þurfa á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021. Flest þeirra búa í Jemen eða um tæplega 11 milljón börn.

Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé
Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur.

Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna.

Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu
Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan.

Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum
Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum. Langvarandi átök, öfgar í veðurfari, efnahagsleg niðursveifla vegna COVID-19 og hömlur skýra þetta alvarlega ástand

Súdan lokar landamærunum að Eþíópíu
Súdan hefur ákveðið að loka landamærum sínum að Eþíópíu að hluta vegna átaka þar í landi. Margir óttast að landið sé á barmi borgarastyrjaldar.

„Stíflan mun drepa okkur“
Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt.

Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk
Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu.

Umskurn á kynfærum kvenna og stúlkna bönnuð í Súdan
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt.

Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði
Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm.

Bashir verður sendur til Haag
Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC).

al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar
Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar.

Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra
Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti.

Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum
Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum.

Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan
Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda.

Samkomulag undirritað í Súdan
Herforingjastjórnin í Súdan, sem tók við eftir að Omar al-Bashir forseta var steypt af stóli í apríl, og mótmælendahreyfingin sem hefur mótmælt bæði al-Bashir og herforingjastjórninni, undirrituðu í gær samkomulag um deilingu valda

Samkomulag í Súdan
Herforingjastjórnin sem hefur verið við völd í Súdan frá því Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl síðastliðnum komst í gær að samkomulagi við stjórnarandstöðuna í landinu um að fylkingarnar tvær muni deila völdum.

Talið að einn hafi verið myrtur í mótmælunum í Súdan
Súdanskar öryggissveitir beittu táragasi til þess að tvístra hópum mótmælenda í Khartoum, höfuðborg Súdan í dag. Mótmælin eru þau stærstu frá því að tugir voru drepnir í mótmælum 3. júní síðastliðinn.