Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Haukur Heiðar yfir til Borgar

Haukur Heiðar Leifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi. Haukur er mikill áfengissérfræðingur, hefur verið áberandi í íslenskri áfengismenningu og haldið úti umfjöllun um áfengi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talsmenn hafta hverfa jafnan á öskuhauga sögunnar

Almenningur hér á landi þarf auðvitað ekkert á milligöngu Hafdísar eða hennar líkum að halda vegna kaupa á áfengi eða annarri matvöru. Þeir sem hafa hag af helsinu þurfa hins vegar á henni að halda og vita sem er að „það er bara best að kjósa framsókn“.

Umræðan
Fréttamynd

Netverslunarfrumvarp Hildar flaug í gegnum fyrstu umræðu í þinginu

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir umdeildu lagafrumvarpi um netverslun með áfengi í kvöld sem var svo ekkert deilt um. Frumvarpið heimilar netverslun með áfengi. Málið fer nú fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Von Hildar stendur til þess að loksins muni mál tengt auknu frelsi með áfengi ekki daga uppi í nefnd.

Innherji
Fréttamynd

Sunnudagarnir þurfa ekki að vera santé

Þann 1. mars sl. á 33 ára afmæli bjórsins á Íslandi skrifaði Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður áhugaverða grein á svæði Innherja á Vísi.is þar sem hann hefur tekið að sér hlutverk sagnfræðings og rekur sögu verslunar á Íslandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Al­sæla finnist í kampa­víni

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vín­búðin tekur rúss­neskan vodka úr sölu

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að taka fjórar tegundir af fimm af rússneskum vodka úr sölu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vodkinn verður fjarlægður úr hillum vínbúða á landinu þar til annað verður ákveðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hvað verður um afgreiðslustúlkurnar?“

Kostulegt er að rifja upp rök þeirra sem hæst töluðu gegn lögleiðingu bjórs hér á landi. Bjórinn var meðal annars ekki einkamál eiginmanna því bjórvömbin yrði líka vandamál eiginkvenna og unglingum yrði umsvifalaust drekkt í óreglu. Þjóðin stóð á barmi hengiflugs.

Umræðan
Fréttamynd

Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda

Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Vín­búðir opnar á sunnu­dögum?

Um áralangt skeið hafa frjálshyggjan og íhaldssemin tekist á um aðgengi neytenda að áfengi. Málefni sem við fyrstu sýn er ekki það stórt, en hefur orðið einn holdgervinga reipitogsins milli tveggja póla.

Skoðun
Fréttamynd

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda

Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. 

Skoðun
Fréttamynd

Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.

Innherji
Fréttamynd

Innkalla bjórdósir sem geta sprungið

ÁTVR hefur innkallað vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Neytendur
Fréttamynd

Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli

„Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­menn ráðu­neytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga

Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021

Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent.

Neytendur