Reykjavík

Fréttamynd

Einar vill fyrsta sæti hjá Fram­sókn í borginni

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður, tilkynnti rétt í þessu að hann gefi kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann gefur einn kost á sér í fyrsta sætið.

Fréttir
Fréttamynd

Vandræði borgarstjórans

Enn sortnar á dalnum hjá Reykjavík (Rvk). Ofan á hinn gamla braggablús, ónýta moltunarstöð, skuldir sem bærinn getur aldrei borgað og 15 ára bið eftir endurbótum á almannasamgöngunum, bætist nú snjómokstur sem Rvk greinilega ræður illa við.

Skoðun
Fréttamynd

Óbarnvæn vegferð

Eftirfarandi sendi ég á Reykjavíkurborg rétt í þessu, þó með smávægilegum breytingum vegna verulegs ósættis yfir vanrækslu Reykjavíkurborgar á veghaldi og dagvistunarúrræðum barna og vegna hugsanlegra skemmda á ökutæki mínu eftir morguninn.

Skoðun
Fréttamynd

Ísbjörn í Laugardalinn og heimsfrið strax

Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð.

Skoðun
Fréttamynd

Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni

Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­keppni um góðar hug­myndir

Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Kynna sigur­til­lögu um gagn­gera breytingu á Lækjar­torgi

Opinn fundur um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn milli klukkan 9 og 11 í dag. Fundurinn mun hefjast á því að forsætisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur tilkynna um úrslit í hugmyndasamkeppni um endurgerð Lækjartorgs. Þar á eftir verður sigurtillagan kynnt en um að er að ræða gagngera breytingu á torginu.

Innlent
Fréttamynd

Við brúum bilið

Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með einka­þoturnar!

Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram veginn - fyrir rétt­láta Reykja­vík!

Nú þegar kjörtímabilið er senn á enda er ágætt að líta um öxl og skoða árangur okkar Vinstri-grænna í borginni. Listinn af verkefnum er auðvitað mjög langur og fjölmargt sem við höfum áorkað - en ég mun stikla hér á stóru, sérstaklega í þeim málaflokkum sem ég hef unnið að innan borgarkerfisins á yfirstandandi kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Syngja fyrir Úkraínu

Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti

Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar.

Innlent
Fréttamynd

Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið

Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó.

Innlent
Fréttamynd

Stækkum Við­reisn

Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi.

Skoðun